- Fréttir

Myndstef – Myndhöfundasjóður Íslands úthlutaði úr Höfundasjóði Myndstefs til myndhöfunda og sjónlistafólks þann þann 26. september 2024. Úthlutun fór fram í Grósku í Vatnsmýrinni, þar sem komið var saman og fagnað í tilefni dagsins.

G.Erla, Guðrún Erla Geirsdóttir og Steinunn Hrólfsdóttir úr stjórn Myndstefs veittu jafnframt viðurkenningar með formlegum hætti.

Mynd frá Daniel Leeb.

Í ræðu sinni fjallaði G.Erla um íslenska listasögu og menningararf, sem og um Myndstef og Höfundasjóð Myndstefs. Ræða G.Erlu er hér að neðan.

 

Fyrir hönd Myndstefs býð ég ykkur hjartanlega velkomin til þessa að fagna úthlutun úr Höfundasjóði Myndstefs. Í sjóðinn geta sótt þau sem starfa við sjónlistir s.s. myndhöfundar, teiknarar, ljósmyndarar, hönnuðir, arkitektar, gullsmiðir og leikmyndahöfundar auk erfingja höfundaréttar.

Áður en ég fjalla um Myndstef og úthlutunina ætla ég að vera með örstutta hugleiðingu um sjónrænan menningararf okkar. Enda sameinar það ykkur að vera höfundar sjónrænna verka.

Oft hefur verið sagt að við Íslendingar eigum ekki langa listasögu. Það er ekki allskostar rétt því frá upphafi byggðar hafa konur og karla skapað sjónræn verk. Fyrr á öldum var það aðallega í formi útskurðar og textílls. Til marks um að hér á landi voru sköpuð mjög góð textílverk er að i Louvre safni í París er til sýnis refilsaumað altarisklæði; myndlýsing ævi Marteins hins helga talið vera frá 15. öld. Altarisklæðið ásamt fleiri merkum íslenskum textílum mátti sjá á sýningu Þjóðminjasafnsins fyrr á árinu. Varðandi útskurðinn þá er þar fremst Valþjóðfsstaðahurðin frá því um 1200 sem er einn allra merkasti forngripur þjóðarinnar. Við eigum einnig ríka arfleiðf í formi myndlýsinga í handritum sem flest voru unnin í klaustrum landsins.

Fram að Siðaskiptum var mikið um myndlist og listhandverk í kirkjum. Enda gegndu sjónlistir mikilvægu hlutverki við að fræða alþýðuna um boðskap Biblíunnar og sögur kristni. Við siðaskiptin var gert átak í að fjarlægja styttur og aðrar myndtúlkanir t.d. voru höggin niður trélíkneski sem ásamt öðrum listaverkum og listhandverki voru eyðilögð. Úthýsing myndtúlkunar úr hinni Lúterskukirkju gerði að verkum að fyrst eftir siðaskiptin fékk myndræn sköpun fólks aðallega útrás í listhandverks svo sem skreytingum nytjahluta. Síðar slakað kirkjan á og aftur fengu myndlist og listhandverk þar inni þó ekki væri virðingarsess þeirra verka í líkingu við það sem hafði verið í kaþólskum sið.

Frá 16., 17. og 18. öld er vitað um innlenda nafngreinda karla sem máluðu og voru það aðallega altaristöflur sem sýndu atriði úr lífi Jesú. Frá þeim tíma eru einnig til listilega útskornir og skreyttir predikunarstólar og áhugaverðir textílar. Það var svo eftir miðja 19. öld að fyrstu íslensku landslagmálverkin litu dagsins ljós í formi leiktjalda Sigurður Guðmundsson málara. Rúmum áratug síðar var fyrsta útilistaverkið sett upp hér á landi. Afsteypa af sjálfsmynd Bertel Thorvaldsen. Það leið um hálf öld þar til fyrsta útilistaverkið eftir konu kom fyrir almenningssjónir – verkið Móðurást eftir Nínu Sæmundsson sem sett var upp í Mæðragarðinum við Lækjargötu. Ekki var það bara fyrsta útilistaverkið eftir konu heldur einnig fyrsta útilistaverkið sem ekki var af nafngreindum karli.

Við vitum er saga sjónlista hér á landi eins og í öðrum löndum ansi karllæg.Ég vil þó minnast á að í viðtali við ný útskrifaðar konur úr Myndlista- og handíðaskólanum í upphafi 9. áratugar kemur fram að þá eru konur fleiri í skólanum en karlar. Það er í góðu samræmi við að konur hafa alla tíð verið mun fleiri í SÍM og væntanlega á það sama við um Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Konur eru einnig með fleiri umsóknir í Höfundasjóð Myndstefs eða rúm 60% og eru úthlutanir í ágætu samræmi við það.

Myndstef samanstendur af þrem stoðum; Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ljósmyndamiðstöð Íslands. Samtökin þrjú eru regnhlífar sem fagfélög hverrar greinar koma saman undir. Í stjórn Myndstefs eiga sæti fulltrúi frá hverri stoðanna þriggja auk tveggja einstaklinga sem kosnir eru á aðalfundi. Ég vil nota tækifærið og minna ykkur á að allir aðilar að Myndstef og öll þau sem eru í framantöldum samtökum eiga rétt á að sitja aðalfundi Myndstefs.

Myndstef eru höfundaréttarsamtök sem starfa samkvæmt lögum frá Alþingi m.a. lögum um sameiginlega umsýslu höfundaréttar. Tilgangur samtakanna er að standa vörð um höfundar- og sæmdarrétt sjónlistafólks og koma greiðslum til höfundarétthafa s.s. fylgiréttargjaldi vegna endursölu verka,  sem og að úthluta greiðslum fyrir ýmsa notkun á sjónrænu efni sem hið opinbera greiðir fyrir í gegnum Fjölís og Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM). Annars vegar eru það greiðslur fyrir sjónverk sem sem njóta höfundaréttar og eru ljósrituð, skönnuð eða eftirgerð gerð með öðrum rafrænum hætti. Og hins vegar bætur vegna eintakagerðar til einkanota.

Til að halda utanum greiðslur frá Fjölís og Innheimtumiðstöðinni hefur nýlega verið stofnað Höfundasjóður Myndstefs, og er nú í fyrsta sinn úthluta úr þeim sjóði.  Myndstef hefur mikinn metnað fyrir því að greiðslur deilist sem sanngjarnast á höfundar sem rétt eiga á þeim. Meðal annars höfum við verið í samband við systursamtök okkar á hinum Norðurlöndunum til að fræðast um hvernig þau standa að því. Flest þeirra notast við einskonar punktakerfi og það er markmið okkar að í framtíðinni verði sambærilegt kerfi lagt til grundvallar ákvörðunum um veitingu fés úr sjóðnum. Fyrsta skrefið var tekið er á síðasta aðalfundi Myndstefs er samþykktar voru reglur fyrir sjóðinn. Í þeim er meiri áhersla er lögð á feril umsækjanda en áður var.  Við eigum eftir að slípa reglurnar fyrir næstu úthlutun. Því þætti okkur vænt um ef þið gæfuð ykkur tíma til að senda okkur línu um það sem þið teljið að betur megi fara s.s. varðandi umsóknareyðublaðið. Þrátt fyrir að við séum nú með nýjan sjóð hefur Myndstef í rúm 20 ár veitt fé til sjónlistafólks og erfingja höfundaréttar. Samtals eru það tæpar 240 milljónir króna að meðtalinn úthlutuninni í ár.

Þá sný ég mér að máli málanna – úthlutuninni. Í úthlutunarnefnd sátu einn aðili frá hverri stoða Myndstefs. Frá SÍM var það Logi Bjarnason varaformaður Myndstefs. Fyrir Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Rósa Dögg Þorsteinsdóttir formaður stjórnar MHA og frá Ljósmyndamiðstöð Kristín Hauksdóttir. Umsóknir voru fjölbreyttar og leit nefndin til þónokkurra þátta við mat á þeim. Haft var að leiðarljósi að dreifa styrkjum á stoðirnar þrjár í hlutfalli við fjölda umsókna frá hverjum geira. Störf úthlutunarnefnda eru alltaf mikið vandaverk og þakkar stjórn Myndstefs nefndar fólkinu fyrir vel unnin störf.

Til úthlutunnar nú voru samtal 30 milljónir, 25 milljónir til verkefna og 5 milljónir í ferða-, menntunnar- og vinnustofu styrki. Það bárust 111 gildar umsóknir fyrir verkefni. Veitt var fé til 67 eða til rúmlega 60% þeirra sem sóttu um. 39 umsóknir bárust um ferða-, menntunar-, og vinnustofu styrki. Þar var það sama upp á teningnum því hægt var að veita 24 einstaklingum styrki eða til rúmlega 60% umsækjenda. Við hjá Myndstef erum þess fullviss að féð mun koma að góðum notum og það er trú okkar að það gefi ykkur tækifæri til að nýta og deila sköpunarkrafti ykkar.

Við óskum ykkur innilega til hamingju frábæra sjónlistafólk og takk fyrir að vera hluti af Myndstefs-fjölskyldunni.

 

Úthlutanir vegna verkefna voru frá 250.000 – 750.000. Þessi fengu úthlutun úr Höfundasjóði Myndstefs:

Agnieszka Eva Sosnowska fyrir verkefnið Nánd hverdagsins á sviði ljósmyndunar
Andreas Brunner fyrir verkefnið Drink up my desert á sviði myndlistar
Anna C. Leplar fyrir verkefnið Hundar (og fólk), vinátta og tryggð á sviði myndlistar
Anna Hallin fyrir verkefnið AFLEIÐINGAR og 3 veggir á sviði myndlistar
Anna María Bogadóttir fyrir verkefnið Jarðsetning – ljósmyndasýning á sviði ljósmyndunar og hönnunar
Antonía Bergþórsdóttir fyrir verkefnið Smiðjumúr | Höfn í Hornarfirði á sviði hönnunar
Arna Óttarsdóttir fyrir verkefnið Einkasýning í Cecilia Hillström Gallery á sviði myndlistar
Ásta Ólafsdóttir fyrir verkefnið Útgáfa um verk og feril Ástu Ólafsdóttur á sviði myndlistar og hönnunar
Atli Sigursveinsson fyrir verkefnið HÚS á sviði hönnunar
Auður Lóa Guðnadóttir fyrir verkefnið Í lausu lofti á sviði myndlistar
Baldvin Einarsson fyrir verkefnið Langar leiðir á sviði myndlistar
Bára Kristinsdóttir fyrir verkefnið erindi sem erfiði á sviði ljósmyndunar
Anna Hallin fyrir verkefnið Innskot á sviði myndlistar
Birgir Snæbjörn Birgisson fyrir verkefnið LINGER – PASSION FOR THE POSSIBLE á sviði myndlistar
Bjarni Hinriksson fyrir verkefnið Vonarmjólk – Myndasögur 1985-2017 á sviði myndlistar
Björk Viggósdóttir fyrir verkefnið Infinity randomness Óendanleg tilviljun á sviði myndlistar
Bragi Þór Jósefsson fyrir verkefnið Iceland Defense Force á sviði ljósmyndunar
Bryndís Snæbjörnsdóttir fyrir verkefnið Bókverk: Seas’ Blue Yonder /Sjávarblámi á sviði myndlistar
Claudia Hausfeld fyrir verkefnið The Air in Between á sviði myndlistar
Elín Elísabet Einarsdóttir fyrir verkefnið Útverðir (vinnutitill) á sviði myndlistar
Eva Ísleifs fyrir verkefnið This is our little mistake á sviði myndlistar
Fritz Hendrik Berndsen fyrir verkefnið Sending – Einkasýning í Listval á sviði myndlistar
Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar fyrir verkefnið „Eftirlits- og hagsmunaaðilar“ á sviði myndlistar
Guðmundur Thoroddsen fyrir verkefnið Up and Down á sviði myndlistar
Gústav Geir Bollason fyrir verkefnið Out of Perfect Context á sviði myndlistar
Hallgerður Hallgrímsdóttir fyrir verkefnið Hallgrímshorfur á sviði myndlistar og ljósmyndunar
Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir verkefnið SALT Einkasýning í gallerí CC  Malmö á sviði myndlistar
Helgi Þórsson fyrir verkefnið Einkasýning í Ásmundarsal á sviði myndlistar
Hildur Elísa Jónsdóttir fyrir verkefnið Seeking Solace í Y Gallery á sviði myndlistar
Hulda Rós Guðnadóttir fyrir verkefnið Bókatgáfa Distanz með verkum höfundar á sviði myndlistar
Ingólfur Arrnarsson fyrir verkefnið Ingólfur Arnarsson – 1.h.v. á sviði myndlistar
Íris María Leifsdóttir fyrir verkefnið Jökulrætur á sviði myndlistar
Joanna Pawlowska fyrir verkefnið I can’t contain myself á sviði myndlistar
Joe Keys fyrir verkefnið Else á sviði myndlistar
Jóna Hlíf Halldórsdóttir fyrir verkefnið Einkasýning Alverund / Uniersality á sviði myndlistar
Julie Sjöfn Gasiglia fyrir verkefnið Erfið – Leikar á sviði myndlistar
Katrín Elvarsdóttir fyrir verkefnið A Botanical Future  á sviði myndlistar
Katrin Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir fyrir verkefnið Your Feelings Matter einkasýning á sviði myndlistar
Kjartan Hreinsson fyrir verkefnið Óli K. á sviði ljósmyndunar
Kristín Karólína Helgadóttir fyrir verkefnið HOT SOS á sviði myndlistar
Kristín Ragna Gunnarsdóttir fyrir verkefnið Tarotspil norrænna goðsagna á sviði myndlistar
Kristjan Steingrímur Jónsson fyrir verkefnið Héðan og þaðan bókverk á sviði myndlistar
Ólafur Ólafsson fyrir verkefnið Positions 8: Art as a Verb á sviði myndlistar
Ólafur Sveinn Gíslason fyrir verkefnið Undirliggjandi minni á sviði myndlistar
Olga Soffía Bergmann fyrir verkefnið Tvær sýningar á sviði myndlistar
Ólöf Nordal fyrir verkefnið Einkasýning í Portfolio gallerí. á sviði myndlistar
Orri Jónsson fyrir verkefnið Þórdís á sviði ljósmyndunar
Ósk Gunnlaugsdóttir fyrir verkefnið Sorta tíra á sviði myndlistar
Rakel Andrésdóttir fyrir verkefnið Fiskamyndin á sviði myndlistar
Rakel McMahon fyrir verkefnið Trú Blue á sviði myndlistar
Sigmundur Páll Freysteinsson fyrir verkefnið Einkasýning í Kyoto 2025 á sviði hönnunar
Sigrún Inga Hrólfsdóttir fyrir verkefnið Útópía í móa (Himnaríki) á sviði myndlistar
Sigurdur Gudjonsson fyrir verkefnið Einkasýning í Listasafni Einars Jónsson á sviði myndlistar
Soffía Sæmundsdóttir fyrir verkefnið Staðir í vinnslu/ Places in progress á sviði myndlistar
Sólbjört Vera Ómarsdóttir fyrir verkefnið Einkasýning í Kling & Bang á sviði myndlistar
Sólveig Dóra Hansdóttir fyrir verkefnið Sól Hansdóttir – Haustlína 2025 á sviði hönnunar
Sólveig Eva Magnúsdóttir fyrir verkefnið Neistar á sviði myndlistar
Steinunn Gunnlaugsdóttir fyrir verkefnið FINNIÐ KONUNA – CHERCHEZ LA FEMME á sviði myndlistar
Steinunn Þórarinsdóttir fyrir verkefnið Bók um feril Steinunnar Þórarinsdóttur á sviði myndlistar
Una Björg Magnúsdóttir fyrir verkefnið Sýning í Ásmundarsal á sviði myndlistar
Unnar Örn J. Auðarson fyrir verkefnið Tilraun um tímann á sviði myndlistar
Valgerður Sigurðardóttir fyrir verkefnið Útgáfa á nýrri bók frá Posture Editions á sviði myndlistar
Þóra Sigurðardóttir fyrir verkefnið Bók:  Járn hör kol og kalk á sviði myndlistar
Þorbjörg Jónsdóttir fyrir verkefnið Out of Perfect Context á sviði myndlistar
Þórdís Erla Zoega fyrir verkefnið Heilagleiki / Celestial body á sviði myndlistar
Þorgerður Ólafsdóttir fyrir verkefnið Óstöðugt land / Unstable Ground á sviði myndlistar
ÞÓRUNN ELÍSABET fyrir verkefnið AÐ VIPPA UM SIG VIPPU á sviði myndlistar
 

Ferða-, menntunar- og vinnustofustyrkir voru allt að 250 þúsund krónur. Ferðastyrk úr Höfundasjóði Myndstefs hlutu:

Amanda Katia Riffo

Anna Líndal

Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Ásgerður Birna Björnsdóttir

Ásta Fanney Sigurðardóttir

Auður Gná Ingvarsdóttir

Bragi Þór Jósefsson

Einar Falur Ingólfsson

Elsa Dóróthea Gísladóttir

Eygló Harðardóttir

Geirþrúður Finnabogadóttir Hjörvar

Guðjón Ketilsson

Guðrún Jóhanna Benónýsdóttir

Halldór Ásgeirsson

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Margrét H Blöndal

Ólafur Ólafsson

Rósa Gísladóttir

Sigga Björg Sigurðardóttir

Una Björg Magnúsdóttir

Wiola Ujazdowska

Þóra Sigurðardóttir

 

 

 

Nýlegar fréttir