- Fréttir

Myndstef – Myndhöfundasjóður Íslands upplýsir um að mikið stendur til hjá samtökunum, en samtökin eru að flytja úr núverandi húsnæði að Skólavörðustíg.

Nýtt heimilisfang Myndstefs er síður en svo nýtt af nálinni, en skrifstofa Myndstefs flytur á sínar upprunalegu höfuðstöðvar, að Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, í húsnæði SÍM. SÍM (SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna) er stærsta aðildarfélag Myndstefs, og eitt af stofnfélögum Myndstefs. Voru skrifstofur Myndstefs til húsa hjá SÍM um árabil frá stofnun samtakanna.

Vegna flutninganna verður jólalokun skrifstofunnar lengri en vant er og verður skrifstofan lokuð frá 11. desember 2024 til 9. janúar 2025.

Hægt er að senda tölvupóst á myndstef@myndstef.is og reynt verður að svara eins og hægt er.

 

Nýlegar fréttir