- Fréttir

Þann 28. mars 2023 veitti Myndstef styrki til 17 listaverkefna, en alls voru veittir styrkir fyrir 10 milljónir króna að þessu sinni.

Styrkveitingin fór fram í Grósku í Vatnsmýrinni þar sem styrkþegar, stjórn og starfsmenn Myndstefs komu saman og fögnuðu. Vera Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Myndstefs hélt stutta tölu og veitti styrkina með formlegum hætti.

Styrkveiting Myndstefs í Grósku 28. mars 2023. Guðmundur Viðarsson tók myndina.

Um var að ræða sérstaka aukaúthlutun vegna IHM, til viðbótar hinni árlegri styrkveitingu Myndstefs. Styrkfjárhæðir voru veglegri en í hinni árlegu styrkúthlutun Myndstefs, en í boði voru styrkir fyrir myndhöfunda og sjónlistafólk allt að 1.m.kr. vegna hvers verkefnis.

Mikill fjöldi umsókna um styrki bárust, en alls bárust 124 gildar umsóknir um styrki, vegna afar fjölbreytilegra og spennandi verkefna frá flestum geirum félagsmanna Myndstefs. Það var því var úr vöndu að ráða fyrir úthlutunarnefndina. Alls var sótt um styrki fyrir hátt í 100 m.kr.

Myndstef telur þennan mikla fjölda umsókna til marks um það hversu mikil þörf er á stuðningi sem þessum fyrir myndhöfunda og sjónlistafólk.

Í úthlutunarnefnd þessarar aukastyrkveitingar sátu aðilar úr stjórn Myndstefs:

  • Guðmundur Viðarsson, ljósmyndari
  • Guðrún Erla Geirsdóttir – Gerla, myndhöfundur
  • Logi Bjarnason, myndhöggvari
  • Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingahönnuður

 

Þessi hlutu styrki:

1.000.000 kr. hlutu:

Guja Dögg Hauksdóttir – bókverk „Skáldað í steypu – Högna Sigurðardóttir arkitekt“.

Inga S. Ragnarsdóttir – samsýning „Samspil – Ragnar Kjartansson myndhöggvari í 100 ár“.

Magdalena Margrét Kjartansdóttir – yfirlitssýning og útgáfa – „40 ára ferill grafíklistamanns“.

500.000 kr. hlutu:

Brynja Björnsdóttir, leikmyndahönnuður – „Til hamingju með að vera mannleg“ Prague Quadrennial 2023.

Meðhöfundur er Sigríður Soffía Níelsdóttir.

Daniel Björnsson – ritverk „Kling & Bang 20 ára!“.

Samstarfsaðilar eru: Una Björg Magnúsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Erling Klingenberg og Hekla Dögg Jónsdóttir

Hallsteinn Sigurðsson, myndhöggvari – sýning „Endurlit – 60 ára myndlistarferill“.

Hildur Ása Henrýsdóttir –  sýning „Hamskipti“ í Listasafni Einars Jónssonar.

Joe Keys – „Closed enough“ samsýning níu listamanna í Vane Gallery, Bretlandi.

Meðhöfundar eru Una Björg Magnúsdóttir, Logi Leó Gunnarsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Eygló Harðardóttir, Halla Einarsdóttir, Amanda Riffo, Brák Jónsdóttir og Martha Haywood.

Kristján Guðmundsson – „Þríhyrningur í ferningi“, endurgerð á listaverki, fyrir safneign Ars Longa á Djúpavogi.

Samstarfsaðili Heiðar Kári Rannversson.

Kristján Maack – næturljósmyndir af ískúlptúrum í skriðjöklum.

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir – „Hlið vítis II“ – opin vinnustofa / sýning í Ásmundarsal.

Olga Bergmann – „Allan hringinn“, fjögur sýningarverkefni hringinn í kringum landið.

Sara Riel – „(Hvað er á milli) himins og jarðar?“ vegglistaverk í undirgöngum hjá Veðurstofu Íslands.

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson – bókin „Fram fjörðinn-haust í Héðinsfirði-Málverk og vatnslitamyndir“

Samstarfsaðili er Snæfríð Þorsteins.

Steinunn Önnudóttir – „Margt smátt / Little by little“, yfirlitssýning um sýningastarf Harbinger sl. 9 ár.

Þór Vigfússon – glerlistaverk á einkasýningu í Gerðasafni.

Þórarinn Blöndal –  „Aðventa“, sviðslistaverk án orða þar sem myndlist, tónlist, leiklist og tækni mynda órofa heild.

Meðhöfundur Móeiður Helgadóttir.

 

Myndstef óskar styrkþegum innilega til hamingju og velfarnaðar í komandi verkefnum.

Nýlegar fréttir
Listasafn Reykjavíkur