- Fréttir

Það er ánægjulegt að segja frá að Myndstef hefur veitt yfir 90 milljónir í styrki til myndhöfunda í hin ýmsu verkefni á síðustu 14 árum. Hér má sjá styrkhafa Myndstefs 2016

 

Styrkþegar verkefnastyrkja 2016

Eftirtaldir aðilar hlutu verkefnastyrk að upphæð 300.000 hver, alls bárust 50 umsóknir um þennan styrk í ár:

Kristín Bogadóttir – Sýningin „Dálítill sjór“ í Veggnum í Þjóðminjasafninu

Bjargey Ólafsdóttir – Samsýningin „Ljósmálun – Ljósmyndin“ í Listasafni Íslands

María Dalberg – Hreyfimyndin „Black“

Soffía Sæmundsdóttir – Sýningin „Við sjónarrönd / Above and below the horizon“ í Listasafni Reykjaness

Rósa Sigrún Jónsdóttir – Sýningin „MAC International 2016“ í Belfast á Norður Írlandi

Bára Kristinsdóttir – Útgáfa á ljósmyndabók

Freyja Eilíf Logadóttir – Útgáfa á bókinni „Draumland” – Listamaðurinn Völundur Draumland

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir- Uppsetning á afmælishátið myndlistarhópsins Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan

Ingibjörg Huld Halldórsdóttir- Sýningin „Skömmin er svo lík mér“ í Gerðubergi

Linda Ólafsdóttir – Myndskreytingar í bókina „Íslandsbók barnanna”

Eygló Harðardóttir – Útgáfa og útgáfusýning á bókverkinu „Sculpture“

Jóna Hlíf Halldórsdóttir – Einkasýningin „Óljós Þrá“ í Grafík salnum

Borghildur Óskarsdóttir – Sýningin „Umhverfismat vegna Skarðssels við Þjórsá“

Kolbeinn Hugi Höskuldsson – Sýningin „WINTER IS COMING (Homage to the Future)“ í Vínarborg

Þóra Sigurðardóttir – Myndlistasýningin „RÝMI/TEIKNING“ í Listasafni ASÍ

Lára Garðarsdóttir – Myndskreytingar í barnabók um litla ísbirnu og móður hennar

Guðmundur Thoroddsen – Einkasýning í Asya Geisberg Gallery í New York

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir – Einkasýning í Kunsthalle Sao Paulo í Brasilíu

Gunndís Ýr Finnbogadóttir – Sýningin „Reasons to Perform“ í Nýlistasafninu

Eirún Sigurðardóttir – Kvikmyndin „Hjartastöð“

 

Styrkþegar ferða- og menntunarstyrkja 2016

Eftirtaldir aðilar hlutu ferða- og menntunarstyrk að upphæð 150.000 hver, alls bárust
37 umsóknir um þennan styrk í ár:

Guðjón Ketilsson – Vinnustofudvöl í Circolo Scandiavio í Rómarborg

Harpa Dögg Kjartansdóttir – Rannsóknarverkefni á Grænlandi

Nína Óskarsdóttir – Vegna sýningar í Two Queens í Leicester í Englandi

Katrína Mogensen – Vegna sýningar í Two Queens í Leicester í Englandi

Guðrún Heiður Ísaksdóttir – Vegna sýningar í Two Queens í Leicester í Englandi

Freyja Eilíf Logadóttir – Vegna sýningar í Two Queens í Leicester í Englandi

Anna Hrund Másdóttir – Skúlptúrnámskeið við Anderson Ranch Arts Center í Colorado

Sigtryggur Berg Sigmarsson – Samsýningin „UNSAFE AND SOUNDS“ í Vín Austurríki

Unnar Örn J. Auðarsson – Vinnustofudvöl í Kjarvalsstofu í París

Magnús Jensson – Rannsókn á fornu norrænu handverki í Jórvík á Englandi

Ingibjörg Guðmundsdóttir – Verkefnið „Landscape : Islands“ í Brighton á Englandi

Eva Ísleifsdóttir – Samstarf og sýning í Aþenu í Grikklandi

Hulda Rós Guðnadóttir – Kvikmyndahátíðirnar „Vision du Réel“ og „Nordisk Panorama“

Bragi Þór Jósefsson – Einkasýning í Umbrella Arts gallery í New York

Sigrún Ólöf Einarsdóttir – Samsýning glerlistamanna  í Panevezys í Litháen

 

Nýlegar fréttir