Myndstef vekur athygli á áhugaverðu málþingi sem ber heitið „Listaverk í opinberu rými – ábyrgð og viðhald – Málþing um opinber listaverk í Danmörku og Íslandi á millistríðsárunum“. Listasafni Sigurjóns Ólafssonar stendur fyrir málþinginu og fer það fram þann 19. nóvember 2022.
Umfjöllunarefni þingsins eru verk í opinberu rými á millistríðsárunum í Danmörku og á Íslandi, greint verður frá hugmyndafræði tímabilsins og skoðuð einstök dæmi um viðhald verka og þau sett í samhengi við höfundar- og sæmdarrétt, sérstaklega varðandi verk Sigurjóns, Saltfiskstöflun.
Íslenskir og erlendir fræðimenn og sérfræðingar munu halda erindi;
- Tom Hermansen listfræðingur, Institut for Kunst- og Kulturvidenskab,
Københavns Universitet: Should they stay or should they go? Monumental mural painting realized in the period 1925 1940 in Denmark. - Jens Peter Munk listfræðingur, umsjónarmaður listaverka i Københavns kommune: Svend Rathsack’s Monument to Mariners (1924 28).
Restored and Reinaugurated 2011. - Hlynur Helgason dósent í listfræði, Háskóla Íslands: Viðbrögð við stórkostlegum höggmyndum listamanna í Konungsríkinu Íslandi.
- Birgitta Spur stofnandi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar: Veggmynd án
veggjar Saltfiskstöflun Sigurjóns Ólafssonar. - Indriði Níelsson byggingaverkfræðingur M.Phil., VERKÍS: Skemmdir á
lágmyndinni Saltfiskstöflun. - Védís Eva Guðmundsdóttir héraðsdómslögmaður, Réttur Aðalsteinsson & Partners: Samantekt um helstu atriði höfundar- og sæmdarréttar.
Málþingið er haldið í tengslum við sýningu í safninu, sem nefnist Veggmynd án veggjar – Saltfiskstöflun Sigurjóns Ólafssonar.
Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.