- Uncategorized

Skrifstofa Myndstefs er lokuð frá 20. desember 2023 og opnar aftur aðra vikuna í janúar, 8. janúar 2024.

Hægt er að senda tölvupóst á myndstef@myndstefs.is, og fyrirspurnum verður svarað við fyrsta tækifæri.

Við biðjumst velvirðingar vegna óhagræðis sem þetta kann að hafa í för með sér.

 * * *

Lokaúthlutun ársins hefur farið fram og flest ættu að hafa fengið greitt út, ef Myndstef hefur bankaupplýsingar fyrir viðkomandi myndhöfund. Athugið að ekki verða sendar skilagreinar í bréfpósti, en hægt er að óska eftir skilagreinum í tölvupósti. Við hvetjum myndhöfunda og sjónlistafólk til þess að senda okkur bankaupplýsingar ef þið teljið ykkur eiga inni höfundarétt eða fylgirétt.

Við hvetjum myndhöfunda og sjónlistafólk  endilega til að fylgjast með endursöluaðilum listaverka, því myndhöfundar eiga lögbundinn rétt á höfundarréttargreiðslu, vegna endursölu verka hjá galleríum og listaverkasölum, en borið hefur á því að einstaka endursöluaðilar standi ekki í skilum á höfundaréttargjaldi.
Höfundagætir minnir á að hugsa um höfundarétt um jólin
 * * *
Starfsfólk Myndstefs þakkar fyrir samstarfið í ár og óskar ykkur gleði, ljóss og friðar.

Gleðilega hátíð.

 

Nýlegar fréttir
Styrkúthlutun 2023