Hér má finna úthlutunarreglur styrkja Myndstefs. Rétt til að sækja um styrki hafa þeir myndhöfundar sem eru aðilar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar.
Ferða-, menntunar- og vinnustofustyrkir
Umsóknareyðublað fyrir úthlutun vegna ferða-, menntunar- og vinnustofustyrk
Athugið að Myndstef veitir eingöngu styrki til myndhöfunda, en myndhöfundar eru þeir sem skapa myndverk er nýtur verndar samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972. Sköpun er sérstök andleg iðja sem fullnægja verður vissum lágmarksskilyrðum varðandi frumleika og afrakstur sköpunarinnar er verk. Myndverk geta verið: myndlistarverk, málverk, gjörningar, tvívíð verk, þrívíð verk, skúlpturar, gjörningar, videó verk, hljóðverk, ljósmyndir, áhugamannaljósmyndir, fatahönnun, vöruhönnun, grafísk hönnun, margmiðlunarhönnun, búningahönnun, leikmunahönnun, skargripahönnun, húsgagnahönnun, arkitektúr, nytjalist, teikningar, uppdrættir, og önnur sjónlist.