Höfundasjóður Myndstefs
Þann 24. júní 2025 opnar fyrir umsóknir úr Höfundasjóði Myndstefs, fyrir myndhöfunda og sjónlistafólk.
Umsóknarfrestur er til mánudags 21. ágúst 2025, kl. 23:59.
Umsóknir sem berast utan auglýsts umsóknartíma verða ekki teknar gildar.
Rétt til að sækja um úthlutun hafa myndhöfundar í Myndstefi, og aðrir myndhöfundar.
Kynnið ykkur úthlutunarreglur vel, úthlutunarreglur er að finna hér.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að breyta umsókn eftir að hún hefur verið send inn og ekki er hægt að bæta við, fjarlægja eða breyta fylgigögnum eftir að umsókn hefur verið send inn.
Athugið að þau sem hafa áður hlotið styrk frá Myndstefi skulu senda skilagrein vegna fyrri úthlutana.