Gagnsæisskýrsla fyrir árið 20232024-06-212024-06-21https://myndstef.is/wp-content/uploads/2018/04/myndstef-logo-vefur.svgMyndstefhttps://myndstef.is/wp-content/uploads/2024/06/hallsteinn1.png200px200px
Á aðalfundi Myndstefs, þann 12. júní 2024, var samþykkt gagnsæisskýrsla fyrir árið 2023.
Myndstef starfar samkvæmt lögum nr. 88/2019 um sameiginlega umsýslu höfundaréttar („umsýslulög“), og er þar m.a. gerð krafa um að umsýslustofnanir gefi út gagnsæisskýrslu, er því stór hluti hennar byggður upp í samræmi við umsýslulög. Gagnsæisskýrsla Myndstefs er talsvert ítarleg, og er með því lagt upp með að hægt sé að fá glögga mynd af starfsemi samtakanna.