Aðalfundur Myndstefs verður haldinn 27. maí 2025, að Hafnarstræti 5, 3. hæð, kl. 16.30-18.00.
Vinsamlegast tilkynnið um mætingu með tölvupósti á netfangið myndstef@myndstef.is og til að fá fundargögn send.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Stjórnarformaður flytur skýrslu stjórnar.
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
- Tilnefningar stjórnarmanna og varamanna kynntar.
- Samþykki stjórnarlauna.
- Stefnur skv. umsýslulögum
- Almenna stefnu um úthlutun réttindagreiðslna til rétthafa.
- Almenna stefnu um notkun óráðstafanlegra fjárhæða.
- Almenna fjárfestingarstefnu með tilliti til réttindatekna og arðs af fjárfestingu þeirra.
- Almenna stefnu um frádrátt frá réttindatekjum og arðs af fjárfestingu þeirra.
- Notkun óráðstafanlegra fjárhæða.
- Áhættustýringarstefnu.
- Samþykki fyrir hvers konar kaupum, sölu eða tryggingarrétti fastafjármuna.
- Samþykki um samruna og bandalög, stofnun dótturfélaga og kaup á öðrum einingum eða hlutum eða réttindum í öðrum einingum.
- Samþykki fyrir lántöku, lánveitingum eða útgáfu lánatrygginga.
- Tilnefningu og uppsögn löggilts endurskoðenda.
- Samþykki árlegrar gagnsæisskýrslu.
- Tillaga stjórnar um nafnabreytingu á félaginu.
- Önnur mál.
Nýlegar færslur