- Fréttir

Aðalfundur Myndstefs verður haldinn 27. maí 2025, að Hafnarstræti 5, 3. hæð, kl. 16.30-18.00. 

Vinsamlegast tilkynnið um mætingu með tölvupósti á netfangið myndstef@myndstef.is og til að fá fundargögn send.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Stjórnarformaður flytur skýrslu stjórnar.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  4. Tilnefningar stjórnarmanna og varamanna kynntar.
  5. Samþykki stjórnarlauna.
  6. Stefnur skv. umsýslulögum
    1. Almenna stefnu um úthlutun réttindagreiðslna til rétthafa.
    2. Almenna stefnu um notkun óráðstafanlegra fjárhæða.
    3. Almenna fjárfestingarstefnu með tilliti til réttindatekna og arðs af fjárfestingu þeirra.
    4. Almenna stefnu um frádrátt frá réttindatekjum og arðs af fjárfestingu þeirra.
    5. Notkun óráðstafanlegra fjárhæða.
    6. Áhættustýringarstefnu.
    7. Samþykki fyrir hvers konar kaupum, sölu eða tryggingarrétti fastafjármuna.
    8. Samþykki um samruna og bandalög, stofnun dótturfélaga og kaup á öðrum einingum eða hlutum eða réttindum í öðrum einingum.
    9. Samþykki fyrir lántöku, lánveitingum eða útgáfu lánatrygginga.
  7. Tilnefningu og uppsögn löggilts endurskoðenda.
  8. Samþykki árlegrar gagnsæisskýrslu.
  9. Tillaga stjórnar um nafnabreytingu á félaginu.
  10. Önnur mál.

 

Nýlegar færslur