- Uncategorized

Vakin er athygli á að aðalfundur Myndstefs – Myndhöfundasjóðs Íslands verður haldinn miðvikudaginn 12. júní kl. 17:00 í Grósku.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar

2. Gagnsæisskýrsla, ásamt endurskoðuðum reikningum, kynnt og lögð til samþykktar, þ.m.t.:

2.1 Almenn stefna um úthlutun réttindagreiðslna til rétthafa.
2.2. Almenn stefna um notkun óráðstafanlegra fjárhæða.
2.3. Almenn fjárfestingarstefna með tilliti til réttindatekna og arðs af fjárfestingu þeirra.
2.4. Almenn stefna um frádrátt frá réttindatekjum og arðs af fjárfestingu þeirra.
2.5. Notkun óráðstafanlegra fjárhæða.
2.6. Áhættustýringarstefna
2.7. Samþykki fyrir hvers konar kaupum, sölu eða tryggingarrétti fastafjármuna
2.8. Samþykki um samruna og bandalög, stofnun dótturfélaga og kaup á öðrum einingum eða hlutum eða réttindum í öðrum einingum
2.9. Samþykki fyrir lántöku, lánveitingum eða útgáfu lánatrygginga.

2.10 Hagsmunaskrá stjórnenda

3. Tilnefning löggilts endurskoðenda

4. Kosning fulltrúaráðs og tilnefning SÍM á fulltrúum í stjórn lögð fram.

5. Tillaga um nafnabreytingu á félaginu lögð fram til samþykktar

6. Breytingar á samþykktum Myndstefs lagðar fram til kynningar og ákvörðunar.

7. Drög að nýjum úthlutunarreglum úr Höfundasjóði Myndstefs lagðar fram til samþykktar

8. Verðskrá Myndstefs til umræðu og ákvörðunar

9. Önnur mál.

 

Aðilar að Myndstef geta skráð sig á fundinn og fengið send fylgigögn með því að hafa samband í tölvupósti á myndstef@myndstef.is.

Nýlegar fréttir
Skólavörðustígur 12