Boðað er til aðalfundar Myndstefs, þann 13. júní kl. 17, á skrifstofu Myndstefs, Skólavörðustíg 12.
Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem eru fullgildir félagar samkvæmt skrám félagsins, en skrá þarf mætingu eigi síðar en 12. júní nk., með því að senda tölvupóst á myndstef@myndstef.is.Athugið að stjórn og fulltrúaráð þarf ekki að skrá mætingu með þessum hætti.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
- Stjórnarformaður flytur skýrslu stjórnar, sem verður hluti af árlegri gagnsæisskýrslu Myndstefs.
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu, sem verða hluti af árlegri gagnsæisskýrslu Myndstefs.
- Formaður fulltrúaráðs leggur fram árlega eftirlitsskýrslu fulltrúaráðs.
- Þeir einstaklingar sem stjórna daglegri starfsemi sameiginlegrar umsýslustofnunar leggja fram svokallaða hagsmunaskrá.
- Kosning og tilnefning stjórnar og varamanna lögð fram.
- Verðskrá Myndstefs lögð fram til afgreiðslu.
- Tilnefning löggilts endurskoðenda
- Kröfur samkvæmt umsýslulögum: Gagnsæisskýrsla lögð til samþykktar auk þess sem eftirfarandi verður lagt til samþykktar:
8.1. Almenn stefna um úthlutun réttindagreiðslna til rétthafa.
8.2. Almenn stefna um notkun óráðstafanlegra fjárhæða.
8.3. Almenn fjárfestingarstefna með tilliti til réttindatekna og arðs af fjárfestingu þeirra.
8.4. Almenn stefna um frádrátt frá réttindatekjum og arðs af fjárfestingu þeirra.
8.5. Notkun óráðstafanlegra fjárhæða.
8.6. Áhættustýringarstefna
8.7. Samþykki fyrir hvers konar kaupum, sölu eða tryggingarrétti fastafjármuna.
8.8. Samþykki um samruna og bandalög, stofnun dótturfélaga og kaup á öðrum einingum eða hlutum eða réttindum í öðrum einingum.
8.9. Samþykki fyrir lántöku, lánveitingum eða útgáfu lánatrygginga.
- Samþykktir Myndstefs, lagabreyting.
- Umsókn um aðild að Myndstefi frá Ljósmyndamiðstöð Íslands.
- Önnur mál.
Léttar veitingar verði í boði að loknum aðalfundi.
Nýlegar fréttir