Tilkynning um jólalokun og yfirstandandi flutninga
Myndstef – Myndhöfundasjóður Íslands upplýsir um að mikið stendur til hjá samtökunum, en samtökin eru að flytja úr núverandi húsnæði að Skólavörðustíg. Nýtt heimilisfang Myndstefs er síður [...]
Hvað er Myndstef?
Myndstef eru höfundaréttarsamtök sem standa vörð um höfundarétt höfunda og höfundarétthafa sjónlista, þar með talið myndlistarfólks, ljósmyndara, arkitekta og hvers kyns hönnuða. Myndstef er ekki rekið í hagnaðarskyni.
Hvað gerir Myndstef?
Myndstef veitir leyfi til endurbirtingar verka félagsmanna samtakanna gegn þóknun og úthlutar þeim fjármunum til höfunda í beinum úthlutunum og í formi styrkja. Myndstef innheimtir höfundaréttargjöld (fylgirétt) vegna endursölu listaverka og úthlutar til höfunda.