Myndstef vekur athygli á að nú er til umsagnar á Alþingi myndlistarstefna fyrir Ísland, sem ætlað er að gilda til 2030. Frestur er til 27. febrúar til þess að koma með umsagnir.
Stefnan hefur áður á fyrri stigum verið birt til umsagnar á samráðsvef stjórnvalda, en er nú í þinglegri meðferð á Alþingi, áður en hún verður endanlega samþykkt af Alþingi.
Í stefnunni er m.a. fjallað um markmið um að á Íslandi ríki kraftmikil myndlistarmenning, stuðningskerfi myndlistar á Íslandi og að íslensk myndlist verði sýnileg og vaxandi atvinnugrein.
Umsagnir eru sendar allsherjar- og menntamálanefnd.