- Uncategorized

Myndstef boðar til auka-aðalfundar, þann 5. desember kl. 12:00-12:45, með vísan til aðalfundar Myndstefs, sem fram fór þann 12. júní sl. Um er að ræða rafrænan fund. Félagsfólk Myndstefs getur skráð sig á fundinn með því að senda tölvupóst á myndstef@myndstef.is.

Dagskrá fundarins er að ræða 9. gr. samþykkta Myndstefs, en á aðalfundi Myndstefs voru kynnt drög að nýjum samþykktum fyrir félagið og þau samþykkt að undanskyldu ákvæði er varðar kosningu á aðalfundi, og framkvæmdastjóra Myndstefs falið að koma með tillögu að uppfærðu ákvæði.

Dagskrá:

  1. Tillaga að nýrri 9. gr. samþykkta Myndstefs.
  2. Önnur mál.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á fundinum til Myndstefs með því senda póst á myndstef@myndstef.is og fáið jafnframt send fundargögn.

Ef einhverjar spurningar eru, er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra Myndstefs í síma eða tölvupósti.

Nýlegar fréttir
Hafnarstræti 16