Myndstef – Myndhöfundasamtök Íslands úthlutuðu úr Höfundasjóði Myndstefs til myndhöfunda og sjónlistafólks þann þann 24. september 2025. Úthlutun fór fram í nýju húsnæði Myndstefs, að Hafnarstræti 5, þar sem komið var saman og fagnað í tilefni dagsins.
Alls var 35 m.kr. úthlutað úr Höfundasjóði, en jafnframt voru veittir ferða-, menntunar- og vinnustofustyrkir fyrir 5 m.kr. G.Erla, Guðrún Erla Geirsdóttir og Steinunn Hrólfsdóttir úr stjórn Myndstefs veittu jafnframt viðurkenningar með formlegum hætti.
Fjöldi efnilegra umsókna barst. Við mat á umsóknum leit úthlutunarnefnd til fjölmargra þátta, þ. á m. skiptingu milli hinna þriggja stoða Myndstefs, þ.e. myndlistar, ljósmyndunar og hönnunar / arkitektúrs, auk þess sem veigamikið var talið hvort að myndhöfundar hefðu hlotið úthlutun á síðustu tveimur árum, og byggðu raunar margar synjanir á þeim grundvelli. Myndstef hvetur umsækjendur sem ekki fá úthlutun til þess að sækja um aftur á næsta ári.