Aðildarfélög að Myndstefi eru:


Arkitektafélag Íslands (AÍ)  

Félag grafískra teiknara (FGT)

Félag íslenskra teiknara (FÍT)

Félag leikmynda- og búningahöfunda

Hönnunarmiðstöð Íslands

Ljósmyndarafélag Íslands (LÍ)

Samband íslenskra myndlistamanna (SÍM)

 


Aðilar að ofantöldum félögum eru sjálfkrafa aðilar að Myndstefi.

 

Auk þeirra eiga einstaklingar, og stofnanir sem fara með höfundarétt, aðild að samtökunum.

 

 

Umsókn um aðild:


Hægt er að sækja um einstaklingsaðild að Myndstefi:


Smelltu hér til að fylla út aðildarumsókn eða sendu tölvupóst til Myndstefs þar sem tilgreint er nafn, kennitala, heimili, sími, netfang og atvinnugrein. Einnig skulu rök fyrir umsókn tilgreind og tenging umsækjanda við höfundaéttarhagsmuni.

 

Umsókn þessi er síðan tekin fyrir á næsta stjórnarfundi Myndstefs. Hljóti hún samþykki verður umsækjandi að senda inn undirritað umboð um höfundaréttargæslu og er hann þá orðinn félagsmaður í Myndstefi.

 

Ekki er greitt félagsgjald fyrir aðild að Myndstefi.

 

Athugið að mjög mikilvægt er að skila inn undirrituðu umboði
til þess að aðild að félaginu taki gildi.

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is