Greiðslur til myndhöfunda og erfingja þeirra.

 

Sem myndhöfundur átt þú rétt á höfundaréttargreiðslum við endursölu á verkum þínum og þegar verk þín seljast á listmunauppboðum sem og þegar myndverk eftir þig eru endurbirt.

Svo hægt sé að koma höfundaréttargreiðslum til skila þarf Myndstef að fá upplýsingar um kennitölu,

heimilisfang og bankareikning myndhöfundar.

Erfingjar myndhöfunda eru einnig hvattir til að hafa samband og upplýsa um umboðsmann erfingja myndhöfundar.

 

Myndstef greiðir út til myndhöfunda og erfingja þeirra ársfjórðungslega.


Annars vegar er greitt úr fylgiréttarsjóði en hins vegar eru greiddar út höfundaréttargreiðslur fyrir endurbirtingar á verkum.  

 


Myndstef greiðir úr Fylgiréttarsjóði ársfjórðungslega - færð þú borgað?

Sem myndhöfundur átt þú að fá greitt fylgiréttargjald þegar myndverk eftir þig er slegið á listmunauppboðum eða endurselt í atvinnuskyni t.d. í galleríum.

 

 

Óheimili notkun eða endurbirting á höfundarverki.

Ef þú telur að brotið hafi verið á höfundarétti þínum hvað varðar sæmdarétt eða óheimila notkun á myndverki þínu hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.

 

Við endurbirtingar á myndverki er miðað við gjaldskrá Myndstefs. Ef um óheimila notkun er að ræða er heimilt að leggja 100% álag á höfundaréttargjaldið.

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is