Af hverju aðild?

 

Myndstef eru hagmunasamtök myndhöfunda og aðilar að þeim er fjölbreyttur hópur listamanna, ljósmyndara, teiknara, leikmynda- og búningahöfunda, arkitekta, hönnuða og ýmissa annarra stofnanna og einstaklinga sem fara með höfundarétt myndverka.

 

Tæplega 1700 myndhöfundar eiga aðild að Myndstefi í gegnum aðildafélög sín eða með einstaklingsaðild.

 

Aðilar að eftirfarandi félögum eru sjálfkrafa aðilar að Myndstefi:

Arkitektafélag Íslands (AÍ)
Félag grafískra teiknara (FGT)

Félag íslenskra teiknara (FÍT)

Félag leikmynda-og búningahönnuða

Hönnunarmiðstöð

Ljósmyndarafélag Íslands (LÍ)

Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM)

 

Einnig er hægt að sækja um einstaklingsaðild hér.

Athugið að umsóknir eru tekinar fyrir á stjórnarfundi Myndstefs. Hljóti hún samþykki verður umsækjandi að senda inn undirritað umboð um höfundaréttargæslu og einungis þá er viðkomandi fullgildur aðili að Myndstef. Engin félagsgjöld fylgja aðild að Myndstef.

 

Eftirfarandi þjónusta býst öllum félagsmönnum Myndstefs:

- Myndstef sér um að innheimta þær höfundaréttargreiðslur sem þér ber að fá, vegna endurbirtinga á verkum þínum eða vegna endursölu á listmunauppboðum, og koma þessum greiðslum til þín. Athugið að Myndstef tekur 20% af allri innheimtri þóknun í umsýslukostnað og þjónustu.

- Samtökin veita þér aðgang að lögfræðilegri ráðgjöf varðandi höfundarétt og gerð samninga.

- Einu sinni á ári veita samtökin verkefnastyrki sem og ferða- og menntunarstyrki til myndhöfunda. Sjá nánar hér

 

 

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is