Uppboð og gallerí

 

Sá sem stundar endursölu á myndverkum eða heldur listmunauppboð ber að tilkynna slíkt til Myndstefs ásamt skilagreinum um söluverð, fylgiréttargjald, myndhöfund og myndverk.

 

Viðkomandi ber einnig að standa skil á fylgiréttargjaldi til Myndstefs. 

Tvisvar sinnum á ári þarf viðkomandi gallerí / listmunasali að gera skil á þeim myndverkum sem farið hafa í endursölu, einnig þarf að gera grein fyrir því ef engin sala hefur orðið á tímabilinu (skila inn 0.- skýrslu). Þetta á ekki við um frumsölu myndverka.

 

Endursala í galleríum: 

 • Við lok hvers tímabils minnir Myndstef á að skila þarf inn skýrslu um endursölu myndverka.
 • Tvisvar á ári þarf að skila inn til Myndstefs viðkomandi skýrslum yfir endursölu myndverka. Skilafrestir eru dagana: 10. febrúar og 10. ágúst.
 • Þegar Myndstefi hefur borist skýrsla fær viðkomandi endursöluaðili sendan reikning. Gjalddagar eru eftirfarandi dagsetningar: 28. febrúar og 30. nóvember.
 • Einu sinni á ári ber viðkomandi galleríi / listmunasala að skila til Myndstefs yfirlýsingu undirritaðri af löggiltum endurskoðanda sem staðfestir að þær skýrslur sem sendar hafi verið inn á árinu séu réttar. Myndstef sendir út beiðni þess efnis í maí mánuði en skilafrestur rennur út 1. júní.
 • Greiðsla fylgiréttargjalda vegna endursölu á myndverkum er lögð inn á reikning samtakanna: 513 - 26 - 409891 

  

Listmunauppboð: 

 • Uppboðshaldara ber að tilkynna til Myndstefs um myndlistaruppboð með a.m.k. 2-3  daga fyrirvara.
 • Skilagreinar fyrir tiltekið uppboð þurfa að berast Myndstefi innan 30 daga frá uppboði.
 • Greiðsla fylgiréttargjalda, vegna þeirra myndverka sem seljast á uppboði, þarf að berast Myndstefi innan 30 daga frá uppboði nema ef um annað hafi verið samið. 
 • Fylgiréttargjald myndverka vegna sölu á uppboði er lagt inn á reikning samtakanna:
  513 - 26 - 409891 

Myndstef getur krafist upplýsinga um einstakar endursölur. Endursöluaðili er skyldugur að gefa slíkar upplýsingar í allt að þrjú ár eftir að sala fór fram.

 

Allar nánari upplýsingar um fylgiréttargjald veitir skrifstofa samtakanna.

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is