Hvað er fylgiréttargjald?

 

Við sölu myndverka á listmunauppboðum og við endursölu myndverka hjá öðrum listaverkasölum leggst fylgiréttargjald ofan á söluverð og rennur til viðkomandi höfundarétthafa.

 

Gjald þetta gefur höfundi hlutdeild í markaðsverði vegna endursölu á verkum hans.

 

Gjaldið skal vera í íslenskum krónum og reiknast miðað við sölugengi evru á söludegi með eftirfarandi hætti:

 

1) 10% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar að hámarki 3.000 evrum,

 

2) 5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 3.000,01 evru upp í 50.000 evrur,

 

3) 3% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 50.000,01 evru upp í 200.000 evrur,

 

4) 1% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 200.000,01 evru upp í 350.000 evrur,

 

5) 0,5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 350.000,01 evru upp í 500.000 evrur,

 

6) 0,25% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar fjárhæð umfram 500.000 evrur.

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is