Fylgiréttur

 

Þegar listaverkasali/ galleríeigandi/ uppboðshaldari, selur listaverk í uppboðssölu eða endursölu, þá á höfundur listaverksins rétt á að fá greitt fylgiréttargjald af endursölu listaverksins.

 

Hvort sem um er að ræða endursölu í gallleríi, sölu á uppboði eða aðra endursölu á listaverkum, ber að tilkynna það til Myndstefs. Greiða þarf hluta af söluverðinu til samtakanna sem sjá um að koma greiðslum til myndhöfunda. Gjaldið skal vera í íslenskum krónum og reiknast miðað við sölugengi evru á söludegi. Sjá nánar hér.

  

Ef um er að ræða frumsölu á listaverki eða liðinn eru meira en 70 ár frá andláti myndhöfundar
fellur fylgiréttargjaldið niður. Þó skal ávallt greiða fylgiréttargjald ef um sölu á uppboði er að ræða.

 

Myndstefi hefur verið falið af menntamálaráðuneytinu að sjá um innheimtur á fylgiréttargjaldi vegna endursölu myndverka á uppboðum. 


Hér má lesa nánar úr lögum um verslunaratvinnu.


 

Hvað telst til listaverka?

Listaverk geta verið af ýmsum stærðum og gerðum og nær fylgirétturinn einnig yfir nytjalist hverskonar.

Til dæmis má nefna: málverk, klippimyndir, teikningar, þrykk, skúlptúra, keramik, glerlistaverk, ljósmyndaverk, skartgripi og fleira. 

 

Hvert rennur fylgiréttargjaldið?

Fylgiréttargjaldið rennur til myndhöfundar eða erfingja hans. Þegar fylgiréttargjaldið, ásamt skilagreinum, hefur borist til Myndstefs, sjá samtökin um að koma greiðslunni til myndhöfundar/erfingja.

 

Skilagreinar fyrir fylgiréttargjald má nálgast hér:

 

1.tímabil: 1. janúar - 30. júní

2. tímabil: 1. júlí - 31. desember


Ef myndhöfundur er látinn, þá renna greiðslur til erfingja hans.


Myndstef greiðir út fylgiréttargjaldið til myndhöfunda eða erfingja í lok hvers tímabils.

Nánari upplýsingar um fylgiréttargjald er hægt að nálgast hjá skrifstofu samtakanna. 

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is