Opnað fyrir umsóknir styrkja 2017

16.06.2017

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir verkefnastyrkja og ferða-og menntunarstyrkja fyrir árið 2017. Umsóknafrestur er til kl 14:00 föstudaginn 1. september.

Umsóknareyðublöð, nánari upplýsingar og reglur má finna hér. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu Myndstefs alla virka daga milli kl 10 og 14, einnig er hægt að senda fyrirspurn á myndstef@myndstef.is.

 

Styrkafhending Myndstefs

26.09.2016

 

Það er ánægjulegt að segja frá að Myndstef hefur veitt yfir 90 milljónir í styrki til myndhöfunda í hin ýmsu verkefni á síðustu 14 árum. Hér má sjá styrkhafa Myndstefs 2016 

 

 

 

 

 

Styrkþegar verkefnastyrkja 2016

 

Eftirtaldir aðilar hlutu verkefnastyrk að upphæð 300.000 hver, alls bárust 50 umsóknir um þennan styrk í ár:

 

Kristín Bogadóttir - Sýningin „Dálítill sjór" í Veggnum í Þjóðminjasafninu

 

Bjargey Ólafsdóttir - Samsýningin „Ljósmálun – Ljósmyndin“ í Listasafni Íslands

 

María Dalberg - Hreyfimyndin „Black“

 

Soffía Sæmundsdóttir - Sýningin „Við sjónarrönd / Above and below the horizon" í Listasafni Reykjaness

 

Rósa Sigrún Jónsdóttir - Sýningin „MAC International 2016“ í Belfast á Norður Írlandi

 

Bára Kristinsdóttir - Útgáfa á ljósmyndabók

 

Freyja Eilíf Logadóttir – Útgáfa á bókinni „Draumland” - Listamaðurinn Völundur Draumland

 

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir- Uppsetning á afmælishátið myndlistarhópsins Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan

 

Ingibjörg Huld Halldórsdóttir- Sýningin „Skömmin er svo lík mér" í Gerðubergi

 

Linda Ólafsdóttir - Myndskreytingar í bókina „Íslandsbók barnanna”

 

Eygló Harðardóttir - Útgáfa og útgáfusýning á bókverkinu „Sculpture"

 

Jóna Hlíf Halldórsdóttir - Einkasýningin „Óljós Þrá“ í Grafík salnum

 

Borghildur Óskarsdóttir - Sýningin „Umhverfismat vegna Skarðssels við Þjórsá“

 

Kolbeinn Hugi Höskuldsson - Sýningin „WINTER IS COMING (Homage to the Future)“ í Vínarborg

 

Þóra Sigurðardóttir - Myndlistasýningin „RÝMI/TEIKNING“ í Listasafni ASÍ

 

Lára Garðarsdóttir - Myndskreytingar í barnabók um litla ísbirnu og móður hennar

 

Guðmundur Thoroddsen - Einkasýning í Asya Geisberg Gallery í New York

 

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir - Einkasýning í Kunsthalle Sao Paulo í Brasilíu

 

Gunndís Ýr Finnbogadóttir - Sýningin „Reasons to Perform“ í Nýlistasafninu

 

Eirún Sigurðardóttir - Kvikmyndin "Hjartastöð"

 

 

Styrkþegar ferða- og menntunarstyrkja 2016Eftirtaldir aðilar hlutu ferða- og menntunarstyrk að upphæð 150.000 hver, alls bárust
37 umsóknir um þennan styrk í ár:

Guðjón Ketilsson - Vinnustofudvöl í Circolo Scandiavio í Rómarborg

 

Harpa Dögg Kjartansdóttir - Rannsóknarverkefni á Grænlandi

 

Nína Óskarsdóttir - Vegna sýningar í Two Queens í Leicester í Englandi

 

Katrína Mogensen - Vegna sýningar í Two Queens í Leicester í Englandi

 

Guðrún Heiður Ísaksdóttir - Vegna sýningar í Two Queens í Leicester í Englandi

 

Freyja Eilíf Logadóttir - Vegna sýningar í Two Queens í Leicester í Englandi

 

Anna Hrund Másdóttir - Skúlptúrnámskeið við Anderson Ranch Arts Center í Colorado

 

Sigtryggur Berg Sigmarsson - Samsýningin „UNSAFE AND SOUNDS“ í Vín Austurríki

 

Unnar Örn J. Auðarsson - Vinnustofudvöl í Kjarvalsstofu í París

 

Magnús Jensson - Rannsókn á fornu norrænu handverki í Jórvík á Englandi

 

Ingibjörg Guðmundsdóttir - Verkefnið „Landscape : Islands“ í Brighton á Englandi

 

Eva Ísleifsdóttir - Samstarf og sýning í Aþenu í Grikklandi

 

Hulda Rós Guðnadóttir - Kvikmyndahátíðirnar „Vision du Réel“ og „Nordisk Panorama“

 

Bragi Þór Jósefsson - Einkasýning í Umbrella Arts gallery í New York

 

Sigrún Ólöf Einarsdóttir - Samsýning glerlistamanna  í Panevezys í Litháen  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndstef úthlutar rúmum 8,2 milljónum króna í styrki

 

Föstudaginn 18. september síðastliðinn úthlutaði Myndstef, rúmum 8,2 milljónum króna í verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki til þrjátíu og þriggja listamanna innan vébanda samtakanna. Alls fengu tuttugu og tveir umsækjendur verkefnastyrk að upphæð 300 þúsund hver og ellefu hlutu ferða- og menntunarstyrk að upphæð 150 þúsund krónur hver.

 

Þetta er þrettánda árið sem Myndstef veitir styrki af þessu tagi og hafa þeir alls numið rúmlega 82 milljónum króna á tímabilinu. Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru greiðslur til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum en eitt hlutverka samtakanna er að koma þeim greiðslum til myndhöfundanna, meðal annars í formi styrkja.

Úthlutunarnefnd Myndstefs 2015

Í úthlutunarnefnd Myndstefs sátu; Ásta Björk Ríkharðsdóttir (Félag leikmynda- og búningahöfunda), Gunndís Ýr Finnbogadóttir (Samband íslenskra myndlistamanna), Kristín Edda Gylfadóttir (Félag íslenskra teiknara).

 

Styrkþegar verkefnastyrkja 2015

 

Anna Fríða Jónsdóttir – Vídeó og ljósmyndaverkefni á Feneyjartvíæringnum

 

Arna Óttarsdóttir – Einkasýning í i8

 

Arnór Kári Egilsson – Veggmynd á Barna- og Kvennadeild Landspítalans

 

Curver Thoroddsen – Samsýningin "French Kiss With Enya" í Import Projects í Berlín

 

Hildur Bjarnadóttir – Útgáfa bókar vegna rannsóknar við The Norweigian Artistic Research Program

 

Hörður Lárusson – Útgáfa á verkinu "Bandstrik, bandstrik eða bandstrik?"

 

Hulda Rós Guðnadóttir – Útgáfu bókarinnar "Keep Frozen. Art-practice-as-reasearch. The Artist´s View"

 

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir – Einkasýning í Ásmundarsal í Listasafni ASÍ

 

Jóna Hlíf Halldórsdóttir – Framleiðsla á listaverkum fyrir sýningu í Listasafni Árnesinga

 

Karlotta Blöndal – Útgáfa bókar og einkasýning í Gallerí Harbinger

 

Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir – Þáttaka í Biennial of Young Artists for Europe an the Mediterranean

 

Kristín Ragna Gunnarsdóttir – Myndskreytingar í barnabókina "Glópagull og galdrastuldur"

 

Laufey Jónsdóttir – Myndskreyting og útgáfa barnabókarinnar "Leynigesturinn"

 

Markús Þór Andrésson – Verkefnið "Kommentierte Musik 2" í Berlín

 

Ólöf Nordal – Verkefnin "Nasotek" og "Sentimental Journey"

 

Ragnheiður Sigurðardóttir – Uppsetning á verkinu "Series of novels never written"

 

Sara Björnsdóttir – Einkasýning í Bremen Þýskalandi

 

Selma Hreggviðsdóttir – Myndlistarverkið "REFLECTIVE SURFACE"

 

Steingrímur Eyfjörð – Ritið "Tegundagreining" um verk Steingríms Eyfjörð

 

Theresa Himmer – Verkefni sem sýnt verður á samsýningunni "Speak Nearby" í Soloway Gallery, NY

 

Unnar Örn J. Auðarson – Útgáfa bókverksins "Brotabrot úr afrekassögu óeirðar"

 

Þorgerður Ólafsdóttir – Sýningin "Now Remains" í gallerí Harbinger

 

Styrkþegar ferða- og menntunarstyrkja 2015

Guðný Kristmannsdóttir – Dvöl í Höfn Residency, Marseille, Suður Frakklandi

 

Alexandra Litaker – Vinnustofudvöl í SÍM vinnustofu, Berlín

 

Björg Örvar – Vinnustofudvöl í SÍM vinnustofu, Berlín

 

Ragnheiður Gestsdóttir – Samsýningin "Speak Nearby" í Soloway Gallery í New York

 

Theresa Himmer – Samsýningin "Speak Nearby" í Soloway Gallery í New York

 

Anna Hrund Másdóttir – Vinnustofudvöl við listamiðstöðina Point Ephémére í París

 

Ólöf Nordal – Dvöl í norrænu listamiðstöðinni Circolo Scandinavio í Rómarborg

 

Sara Björnsdóttir – Einkasýning í Bremen Þýskalandi

 

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir – Samsýning í Sideshow Gallery, New York

 

Unnur Óttarsdóttir – Vinnustofudvöl hjá Largo das Artes.... Í Brasilíu

 

Bjargey Ólafsdóttir – Vinnustofudvölin "The weight of Mountains" í Marókkó

 

 

 

 

 

Samstöðufundur vegna birtingu safna á internetinu

18.11.2014 

 

Hér fyrir neðan má lesa erindi Hörpu Fannar lögfræðing Myndstefs á fundinum

 

 

 

Erindi á samstöðufundi Myndstefs 17. nóvember 2014

 

Notkun myndverka í hinu stafræna umhverfi í starfsemi safna,  heildarsamningar og framkvæmd á Norðurlöndunum

 

 

Notkun myndverka í hinu stafræna umhverfi

 

Samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972, einkum 3. gr. sbr. 2. gr. þeirra laga, hefur höfundur eða rétthafi höfundaréttarsins einkarétt til að heimila eða banna notkun verka sinna. Ofangreindur einkaréttur er meginregla höfundaréttarins og á þessari meginreglu byggja íslensk höfundalög og alþjóðlegur höfundaréttur almennt.

 

 

Sarpur og önnur opinber notkun (birting) myndverka á internetinu

 

Myndstef fagnar því merka og mikilvæga framtaki sem Sarpur er, til dreifingar og miðlunar íslenskra listaverka og menningar, sem þjónar vel því mikilvæga og lögbundna menningar- og samfélagshlutverki sem söfnin hafa í þjóðfélaginu í dag.

 

Hlutverk safna og stefna þeirra, eins og skilgreind er í lögum eða samþykktum einstaka safna, eða stjórnsýsla og rekstrarform safnanna (hvort þau eru rekin í hagnaðarskyni eða ekki) breytir að engu höfundarétti eða víkur ákvæðum höfundalaga eða annarra alþjóðaskuldbindinga.

 

Myndstef leggur því áherslu á að slík notkun myndlistar og dreifing sé gerð löglega, og hvergi sé með neinu móti brotið á jafnræði, réttindum, hagsmunum, afkomurétti og höfundarétti rétthafa – heldur hið gagnstæða, að rétturinn sé virtur í hvívetna, enda eru verk listamanna grundvöllur starfsemi listasafna.

 

 

Er að finna undantekningar í íslenskum höfundalögum sem víkja meginreglunni um einkarétt höfundar til birtingar verka sinna?

 

Í II. kafla höfundalaga er að finna nokkrar takmarkanir á höfundarétti en takmarkanir þessar ber að skýra þröngt.

 

Flestar þessar takmarkanir eru settar til að greiða fyrir notkun í tilvikum einkanota, tilvikum er þjóna almannahagsmunum, við fréttaflutning, í heimildarskyni, í upplýsingarskyni og til nota innan ákveðins hóps. Í flestum tilvikum er einungis um að ræða að ekki þurfi að afla samþykkis í hvert skipti við notin, heldur megi greiða þóknun beint til samtaka höfunda og þar með tæma réttinn. Þessar takmarkanir ýta undir hagræðingu á höfundaréttinum og gera það að verkum að einstaka höfundar geti ekki bannað alfarið not verka sinna í samfélagslegum tilgangi.

 

Má sem dæmi nefna takmarkanir vegna notkunar myndverka við kennslu (FJÖLÍS) þar sem hægt er að semja beint við rétthafasamtök og þannig tæma réttinn gegn árlegri heildargeiðslu, samninga við RÚV, sem ganga út á svipað, og einnig not innan tiltekinna hópa vegna samfélagsástæða.

 

Nokkrar aðrar takmarknir má finna í lögum er varða myndverk. Tæmandi taldar eru þær þessar: eintakagerð til einkanota (11. gr.) eintakagerð til einkanota fyrir söfn (12. gr.), sýning í listasöfnum sem almenningur á aðgang að (25. gr.); ljósritun í tilgangi fræðslu og kennslu (15. gr. a. - FJÖLÍS), notkun í safnmunaskrá (3. mgr. 25. gr.) og notkun fjölmiðils til fræðslu, heimildar vísinda og fréttaflutnings (14. gr.)

 

 

12. gr. höfundalaga

 

 12. gr.höfundalaga var breytt með lögum frá árinu 2006, í samræmi við svonefnda Info-Soc tilskipun. Til að taka af allan vafa um túlkun á því ákvæði segir í greinargerð með þeim lögum: „Skv. 40. skýringargrein tilskipunarinnar er aðildarríkjunum heimilt að kveða á um undanþágu eða takmörkun í þágu tiltekinna stofnana sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni, svo sem almenningsbókasafna og sambærilegra stofnana sem og skjalasafna. Slík undanþága eða takmörkun skal þó einskorðuð við tiltekin sértilvik sem falla undir réttinn til eftirgerðar og má ekki taka til afnota í tengslum við rafræna miðlun verndaðra verka eða annars efnis.“

 

 

3. mgr. 25. gr.

 

Með tilkomu internetsins og birtingu myndverka safna á internetinu – hvort sem er undir sérstökum gagnagrunnum eða á eigin heimasíðum, í rafrænum katalógum eða vegna tilfallandi sýninga – hefur komið upp sú spurning hvort slík háttsemi og notkun myndverka geti fallið undir 3. mgr. 25. gr höfundalaga, enda ljóst að internetið og sú fyrirséða notkun þar var ekki til álita þegar takmörkunin var sett í lög árið 1992.

 

Ef höfundalög eru skoðuð, og einnig ef skoðað er frumvarp það er varð að höfundalögum og tilgang þeirrar takmörkunar sem 3. mgr. 25. gr. höfundalaga er, sést skýr þá tilgangur löggjafans að gera undantekningu er varðar hliðræna gagnasöfnun innan veggja safna í tilgangi varðveislu og heimildasöfnunar, og tekur undantekningin einungis til þessa. Undantekning skv. 3. mgr. 25. gr. laganna nær þannig einungis til þeirrar heimildar fyrir söfn til að taka hliðrænar ljósmyndir af sínum eigin verkum, til að hafa í sérstakri safnmunaskrá innan veggja safnsins. Þannig tekur heimildin ekki til annarrar notkunar (til dæmis opinberrar birtingar á internetinu), annars miðils (til dæmis stafræn eintök á opinberum vettvangi), eða til annars tilgangs en þess er skýrt kemur fram í íslenskum lögum.

 

Tilskipun Evrópusambandsins sem er nefnd hér að framan -  Directive 2001/29/EC of the European Parliament and of the Council of 22 May 2001 on the harmonisation of certain aspects of copyright and related rights in the information society (Info-Soc tilskipunin) – tók af allan vafa um þessi efni, en tilskipunin var sett með það að markmiði að skýra betur og sameina reglur aðildarríkjanna er varðaði notkun höfundaréttarvarins efnis á internetinu eða í hinu stafræna umhverfi.

 

Flestum ákvæðum tilskipunarinnar og reglum þar um var þegar fullnægt í íslenskum lögum, og því þótti ekki ástæða til að setja ný höfundalög, en þó var skerpt á nokkrum atriðum með lögum árið 2006. Ekki þótti ástæða til að breyta orðanotkun í 3. mgr. 25. gr. Þessu til stuðnings skal hér notuð ensk þýðing á 3. mgr. 25. gr höfundalaga, eins og þýðingin er birt á heimasíðu mennta- og mennignarmálaráðuneytisins:

 

„Photographs of a work of art owned by a gallery may be printed in a gallery catalogue.“

 

Tilskipunin og sú undantekning sem aðildarríkjum er heimil að gera með lögum tiltekur  eftirfarandi:

 

2. Member States may provide for exceptions or limitations to the reproduction right provided for in Article 2 in the following cases:

 

 (j) use for the purpose of advertising the public exhibition or sale of artistic works, to the extent necessary to promote the event, excluding any other commercial use;

 

Af ákvæðinu í tilskipuninni sést að ekki er gerð ráð fyrir heimild til að gera takmörkun á höfundarétti vegna opinberrar birtingar á internetinu. Myndi slík túlkun á lögum aðildarríkja Evrópusambandsins og þar með slík takmörkun brjóta á Evrópurétti og yrði því innleiðing Info-Soc tilskipunarinnar dæmd ólögmæt hér á landi, sem myndi leiða til brots Íslands á alþjóðaskuldbindingum og jafnvel til skaðabótaskyldu íslenskra ríkisins gegn Evrópusambandinu og EES, ef ekki yrði úr bætt.

 

 

Norðurlöndin og framkvæmd þar

 

Norðurlöndin hafa ávallt verið talin okkar stóri bróðir í höfundarétti, og Evrópusambandið til að mynda litið mjög til framkvæmdar og laga við lagasetningu og fordæmi Evrópudómstólsins. Helst er þar að þakka svokölluðum heildarsamningum, en heildarasamningar á grundvelli samningskvaðar er norræn lausn í höfundarétti sem auðveldar aðgang að notkun verka, til hags bæði fyrir höfunda og notendur, enda er fyrirbærið byggt á hugmyndun kjarasamninga.

Með samningskvöð er átt við að ákveðið er með lögum að þeir notendur er hlotið hafa heildarleyfi skuli vera heimilt að nýta verk höfunda, einnig höfunda utan samtaka.

 

Heildarleyfi eru afar notendavæn og hagstæð í tilvikum þar sem um mikla notkun fjölda verka ræðir og ómögulegt er fyrir notendur að fá leyfi hvers og eins höfundar.

 

Norðurlöndin hafa unnið fjölmarga heildarsamninga við ýmsar stofnanir og fyrirtæki, og einnig söfn, til dæmis varðandi notkun myndverka á internetinu. Gögn og staðlaðir samningar þessara höfundaréttarsamtaka við söfn í heimalöndum sínum liggja hér frammi á fundinum, en flestöll söfn í Norðurlöndunum hafa heildarsamninga við sín höfundartéttarsamtök. Varðandi „safnmunaskrá“ og slíka notkun er framkvæmdin í stuttu máli sem hér segir (athugið að þetta er orðrétt upp úr svörum höfundarétttarsamtakanna):

 

Noregur:

If this is the case (that museums/galleries can publish photos of the works that are in their collection (both on paper and digitally), without any limitations), it seems to me as if the exception used in the Iceland Copyright Act is wider than what EUs Copyright Directiveallows for (Directive 2001/29/EC of the European Parliament and of the Council of 22 May 2001 on the harmonisation of certain aspects of copyright and related rights in the information society).

When the Directive was implemented in the Norwegian Copyright Law in 2005, the ministry concluded in the hearing that with regards to catalogues, the EU exception was limited to analogue publishing of works from the collection or exhibition. This is thus now specifically expressed in the Norwegian Copyright Act Article 24.

To try to sum it up:

According to the EU Directive on exceptions etc., museums and galleries are allowed to publish works from their collection/exhibition to the extent necessary in order to announce an exhibition. This exception covers both analog and digital use. The exception does not cover digital publishing of catalogues (for instance making a museum’s collection available online).  

This is as much as I can do for the moment. If the EU-directive is not implemented correctly in Iceland, you have a job to do!

 

Svíþjóð:

The same applies in Sweden, that is a museum Is allowed to publish analogue catalogues (see the narrow definition in Bo’s answer below) but not in digital form.

 

Danmörk:

Yes the same rule applies in Denmark cf. Danish Copyright act, art. 24, 1. Only analogue catalogue publication is allowed.

Furthermore, the definition of ‘catalogue’ within this context is to be understood very narrowly as analogue listings or registers that contain only factual information about the works found in the exhibition. If it is coupled with articles or similar it falls outside the scope of art 24.

 

 

Fræðsluskyn eða annar „ófjárhagslegur“ tilgangur

 

Hvergi er í höfundalögum eða Evrópurétti til nokkurs konar undantekning sem á við um not sem eru ekki í hagnaðarskyni. Að sjálfsögðu getur tilgangur ýmiss konar nota gert það að verkum að einstakir höfundar afsali sér réttinum í einstaka tilvikum, eða bindi hann einhvers konar Creative Commons leyfum. Einnig er að finna í II. kafla höfundalaga takmarkanir á höfundarétti, sem er eins og fyrr segir settar með það að markmiði að koma til móts við ákveðinn tilgang ýmissa stofnanna eða markmið ýmissa nota.

 

Rétt er að benda á eitt atriði sem greinilega hefur orðið til þess að ákveðin lögfræðileg rökvilla hefur skapast. Notkun listasafna á myndverkum hefur ekki verið talin einungis í fræðsluskyni heldur er við slíka notkun til óbein sýning og miðlun á höfundavörðu efni, sbr. 2. gr. höfundalaga, og kviknar því á höfundaréttinum.

 

Þó svo væri rétt – þ.e. að notkunin væri einungis í fræðsluskyni  - þá gera lögin þó ávallt ráð fyrir greiðslu þóknunar til höfundarétthafa, sbr eftirfarandi dæmi í tilvikum nota sem eflaust má telja að ekki séu í hagnaðarskyni:

 

 - íslenska ríkið greiðir fyrir ljósritun og stafræna eintakagerð námsgagna innan skóla, - Námsgagnastofnun greiðir fyrir notkun myndverka í ritum sínum,

-  íslenska ríkið borgar fyrir aðgang að timarit.is,

- ríkisútvarpið greiðir fyrir öll not tónlistar og myndlistar - bæði í útvarpi og sjónvarpi,

 - fjölmiðlar greiða fyrir myndefni við fréttaflutning á dægumálum og fræðslu.

- skólar greiða fyrir myndverk í kynningum, auglýsingum, vídeóverkum osfrv,

 - bókasöfn greiða fyrir eintakagerð fræðslugagna og útlán þeirra,

- tónlistarsíður/veitur (sem oft á tíðum skilgreina sig sem miðil til að kynna tónlistarmenn og íslenska tónlist) borga STEF gjöld,

- útvarpið borgar STEF gjöld,

- notendur borga kvikmyndasafni Íslands fyrir notkun á hreyfimyndum (hvort sem er til fræðslu eða ekki),

- greiða þarf fræðimönnum (Hagþenki) fyrir notkun á fræðitextum í mastersritgerðir og önnur fræðigögn,

- útgefendur fræðirita greiða höfundaréttarþóknun til teiknara og grafískra hönnuða og jafnvel myndlistarmanna,

- útgefendur listaverkabóka og ljósmyndabóka greiða þóknun vegna birtingu á verkum, hvort sem um ræðir rafbækur eða prentaðar bækur,

- og svona mætti lengi lengi telja....

 

Því spyrjum við: Hvers vegna ætti annað að gilda um myndlist? Hvers vegna er það nánast eina listformið sem á að lúta öðrum reglum og hvers vegna eiga myndlistarmenn að una við það að list þeirra sé ekki metin að eins miklum verðleikum og list tónlistarmanna, rithöfunda, grafískra hönnuða, kvikmyndagerðarmanna o.s.frv. Og að lokum: Hvers vegna eru það alltaf myndlistarmenn sem eru þeir einu sem fá aldrei borgað – en uppsetjarinn, sýningarstjórinn, ljósmyndarinn, skrásetjarinn og allir aðrir fá greitt?

 

Það er mjög mikilvægt að þetta sjónarmið um ”notkun í fræðsluskyni”  sé ekki notað í þessu samhengi. Þrátt fyrir að notkun hugverka sé í fræðsluskyni á að greiða þóknun fyrir, þó auðvitað megi viðurkenna og skoða það sjónarmið að eðli notkunar geri það að verkum að þóknun skuli vera lægri en ella.

Til að mæta þessu sérstaka hlutverki hefur gjaldskrám í flestum tilvikum verið stillt í hóf. Ef gjaldskrá Myndstefs eru skoðuð má sjá að þóknun vegna birtingar myndverka í dagblöðum er þeim mun minni en þóknun vegna birtingar myndverka í venjulegu bókverki sem gengur kaupum og sölum. Að sami skapi er þóknun vegna birtingar myndverka á internetinu hjá söfnum, fræðslustofnunum og dagblöðum, mun lægri en þóknun þegar myndverk er birt í auglýsingaskyni, eða á heimasíðu fyrir verslun og viðskipti.

 

 

Ráðuneytið

 

Óformlegar viðræður við ráðuneytið hafa verið í gangi síðast liðin ár vegna birtingar safna á myndverkum á netinu. Viðræður eru í gangi við mennta- og menningarmálaráðuneytið eftir fund við ráðherra í júní, um heildarsamning um endurnotkun myndverka í starfsemi ríkissafna og verður bráðlega frá honum gengið.

 

Þó er langt í land í að ráðuneytið virði myndhöfundarétt að fullu og hjálpi til og aðstoði við að efla réttinn enn meira og standi vörð um hann.

 

Þess vegna er einmitt hugur og von til þess að söfnin sjálf hefðu frumkvæði að áframhaldandi viðræðum og þrýstingu á ráðuneytið, eða að minnsta kosti styðji SÍM, Myndstef, safnaráð og fleiri, í því að ýta á ráðuneytið að auka fjárlög til safna vegna greiðslu höfundaréttarþóknunar, eða greiða það út sjálft – en síður gera það öfuga og þannig stefna samningaviðræðum sem eru þegar í gangi í voða og skapa sundrung og ójöfnuð meðal stórnotenda myndlistarverka.

 

Ef íslensk höfundalög verði túlkuð sem svo að 3. mgr. 25. gr taki til miðlunar myndverka safna á netinu, þá er Ísland að brjóta á alþóðaskuldbindingum sínum – því þá er ljóst að  innleiðing tilskipunar Evrópusambandsins hafi ekki verið rétt framkvæmd hér á landi. Verður því íslenska ríkið að sæta þeim vanefndarúrræðum sem eiga við um slík tilvik og sæta viðurlögum þess efnis frá eftirlitsstofnun ESA eða úrskurði frá EFTA dómstólnum.

 

Ef ráðuneytið túlkar 3.mgr. 25. gr. þannig að opinber birting á netinu falli ekki þar undir, væri einnig eðlilegt að ný höfundalög lagi þessa orðanotkun þannig takmörkunin taki af allan vafa um þessi efni í komandi framtíð, og tryggi að ekki verði brotið á alþjóðaskuldbindingum.

 

Hvort sem niðurstaðan er, er ljóst að ábyrgðin fer ávallt aftur til ráðuneytisins, og þess vegna er enn mikilvægara að við stöndum sameinuð gagnvart ráðuneytinu og krefjumst svara.

 

 

Lokaorð

 

Notkun á höfundaverðu efni virðist vera að færast mikið í aukana á internetinu. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér, og getur vel farið að sú tekjuleið listamanna - að fá þóknun fyrir not á verkum sínum á netinu - verði ein stærsta tekjulind þeirra í framtíðinni. Þess vegna fordæmir Myndstef það að listamenn séu hvattir til að afsala sér þessum rétti sínum.

 

Atvinnufrelsi og jafnræði eru stjórnarskrárvarin mannréttindi. Þannig ættu allar menningarstofnanir, og þá sérstaklega opinberar stofnanir, að standa vörð um þennan mikilvæga afkomurétt myndlistarmanna sem þeir hafa barist fyrir í áratugi en alls ekki hverfa aftur til þess tíma þegar verk þeirra voru notuð án heimildar og þóknunar. Þannig er mikilvægt að jafnt gangi yfir alla og að einstaka höfundar semji ekki um ráðstöfun á rétti sínum þannig að leitt geti til ójafnræðis við notkun myndverka annarra myndlistarmanna.

 

Að sjálfsögðu er það listamönnum í sjálfvald sett hvort þeir framselji rétt sinn eða afsali sér hluta hans. Meginreglan er að höfundur hafi einkarétt til notkunar hugverka sinna og fái greidda þóknun fyrir hana en í einhverjum tilvikum eru góð og oft fjárhagsleg rök til að framselja þennan rétt og jafnvel gefa hann eftir. Hins vegar vill Myndstef leggja áherslu á að slíkt framsal sé gert upplýst og að rétthafar, auk allra þeirra sem koma að, hafi vitneskju og kunnáttu þá sem þarf til að hvetja til slíkra leyfa.

 

Myndstefi þykir mjög miður að söfn, sem hafa merku hlutverki að gegna í íslenskri lista- og menningarsögu, sjái sér hag í og reyni að færa rök fyrir því að sniðganga lögmætan rétt myndhöfunda til höfundarréttargreiðslna. Þessi söfn ættu þvert á móti að vera leiðandi afl og samherji í einu mikilvægasta baráttumáli listamanna: að berjast fyrir auknu verðgildi, virðingu og notkun á myndlist og tryggja með því afkomu þeirra svo að þeir geti sinnt list sinni af heilindum.

 

Myndstef vill því hvetja meðlimi samtakanna til að tryggja réttindi sín og taka upplýsta ákvörðun um notkun á verkum sínum á netinu. Gera má ráð fyrir að netnotkun listaverka eigi stöðugt eftir að aukast í framtíðinni, sem er mikið fagnaðarefni, og þess vegna er mjög mikilvægt að lögvörðum réttindum og hagsmunum listamanna verði ekki stefnt í hættu. Við viljum því hvetja meðlimi fundarins til að standa saman og sammælast um að varðveita hagsmuni þeirra myndlistarmanna sem vilja lifa af list sinni.

 

 

 

 

Almennir punktar og vangaveltur eftir höfundaréttarráðstefnu í Helsinki, september 2014

14.oktober 2014 

 

HöfundaréttarráðstefnaHelsinki

26. og 27 . september 2014

 

Harpa og Ólöf sóttu norðurlandaráðstefnu um myndhöfundarétt í Finnlandi í lok September. Ráðstefnan og umfjöllunarefnið var afskaplega skýrt og fjallaði um málefni sem Myndstef hefur barist fyrir síðastliðinn áratug. Mismunandi var hversu langt hvert og eitt norðurlandanna var komið í baráttu sinni: Norðmenn virðast vera komnir styst, Svíar lengst en þar á eftir Danir og Finnar. Ísland var alger eftirbátur.

 

Smá samantekt á milli Norðurlanda:

 

Svíar:

-          Hafa lögfest general external licence (almenn heildarleyfi). Svíar eru þeir einu sem hafa lögfest leyfið og ekki er enn tímabært að segja hver reynsla þeirra sé af því. Ljóst er að eftir að leyfið var löggilt (núna í sumar 2014) þá hafa mörgum þeim einstaka standard external leyfum verið breytt í þetta general leyfi. Að öðru leiti fylgir Svíðþjóð kannski helst Bresku leiðinni (ISP, internet service providors sem loka síðum sem brjóta á höfundarétti). Þó þeir hafi líka e-a dóma sem byggðu fyrst á hinni þýsku leið, þá virðast þeir hafa fallið að helstu frá henni. Hér má finna smá samantekt á Þýsku leiðinni: http://www.taylorwessing.com/download/article_music_piracy_in_Germany.html#.VC1Wpmd_tQ8

 

Finnar:

-          Hafa spýtt í lófana í sambandi við eftirlit og hegningu á brotum á höfundarétt (enda sér maður það að í Finnlandi er greinilega mikil vakning um verðmæti og gildi lista og menningu og þar af leiðandi höfundarétt, svipað og byrjaði að kvikna hér fyrst fyrir um 10 árum). Nú virðist sem nokkur lögbannsmál séu í gangi, auk kærumála, og hafa niðurstöður verið jákvæðar. Að auki á sér stað mikil vitundavakning og eru alls kyns herferðir í gangi varðandi höfundarétt – sérstaklega hjá ungu kynslóðinni. Að auki eru þeir að berjast fyrir því að lögfesta external license (heildarleyfi), eins og hin norðurlöndin.

 

Danir:

-          Eru einnig að vinna í því að lögfesta general external liceneses og það virðist mjög langt á veg komið. Annars var merkilegt að sjá hvað þeir eru komnir langt í vitundarvakningunni og eru meira að einbeita sér pólitískt að því að festa virðingu gagnvart höfundarétti í sessi. Þeir hafa gert ótal heildarsamninga (sem virðist vera orðið sjálfsagt mál, og ekki þurfa að deila lögfræðilega um það fram og til baka) - eru mjög virkir í því sem sagt - og eru síðfellt að stækka út og sjá fleiri og fleiri svæði til að nota heildarsamningstækið, og einnig eru þeir með ríkt eftirlit á höfundaréttarbrotum, og þó nokkur mál hafa fallið þar sem ISP hefur einfaldlega lokað síðum sem brjóta á höfundarétti.


Normenn:

Héldu ekki erindi á ráðstefnunni, en þó voru tölur frá Noregi notaðar til samanburðar í öðrum fyrirlestrum. Athugið að aldrei voru tölur frá Íslandi notaðar. Það virðist vera sú staða hjá norðmönnum að þeir séu aðeins á eftir einnig, bæði með heildarsamninga og einnig varðandi hegningu á brotum, úrræði og fræðslu.

 

 

 

 

 

 

Úthlutun verkefnastyrkja og ferða- og menntunarstyrkja Myndstefs 2014

18.09.2014

 

Í dag fimmtudaginn 18. september kl. 17:00 verður úthlutað verkefnastyrkjum og ferða- og menntunarstyrkjum Myndstefs.

Í úthlutunarnefnd Myndstefs sátu; Ásta Björk Ríkharðsdóttir (Félag leikmynda- og búningahöfunda), Gunndís Ýr Finnbogadóttir (Samband íslenskra myndlistamanna), Kristín Edda Gylfadóttir (Félag íslenskra teiknara).

 

  • 20 umsækjendur hlutu verkefnastyrk að upphæð 300.000 kr. hver og 15 umsækjendur hlutu ferða- og menntunarstyrk að upphæð 150.000 kr. hver.
  • Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru greiðslur til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum en eitt af hlutverkum samtakanna er að koma þeim greiðslum til myndhöfundanna, meðal annars í formi styrkja.
  • Þetta er tólfta árið sem stjórn Myndstefs veitir styrki af þessu tagi og nema þeir rúmlega 74 milljónum á þessu tólf ára tímabili.

 

Styrkþegar verkefnastyrkja 2014

 

Eftirtaldir aðilar hlutu verkefnastyrk að upphæð 300.000 hver, alls bárust 71 umsóknir um þennan styrk í ár:

 

 

Arngrímur Sigurðsson - Útgáfa bókarinnar "Duldýrasafnið"

 

Ásta Ólafsdóttir – Útgáfa bókar um myndlist Ástu Ólafsdóttur

 

Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir – Myndlistarsýningin "The Absence of Self" í Woodstreet galleries, Pittsburgh

 

Guðjón Bjarnason – Einkasýning og útgáfuverkefni Golden SectiONs - the global work of Gudjon Bjarnas

 

Guðmundur Thoroddsen – Einkasýningin „Hlutir“ í Listasafni ASÍ

 

Halldór Ásgeirsson – Einkasýning í Listasafni Árnesinga

 

Hekla Dögg Jónsdóttir – Innsetning og gjörningur í Hafnarborg

 

Ingibjörg Sigurjónsdóttir – Útgáfa rits um sýningar og verkefni Kling og Bang

 

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir – Útgáfa á niðurstöðum listrannsóknar Hugsteypunnar

 

Jóhann L. Torfason – Myndlistarsýningin "Sic" í Gallerí Kunstschlager

 

Katrín Inga Jónsdóttir – Sýningin „On Site Iceland“

 

Katrín Sigurðardóttir – Sýning í SculptureCenter í New York

 

Kolbrún Ýr Einarsdóttir – Samsýning í Nýlistasafninu - Cyclorama

 

Kristín Reynisdóttir – Útgáfa bókar vegna sýningarinnar „RED SNOW - Ice in motion“

 

Ólafur J. Engilbertsson – Vefsíða, kynning og skráning á listaverkum Samúels Jónssonar í Selárdal

 

Ólafur Sveinn Gíslason – Verkið „FANGAVÖRÐUR“

 

Jóní Jónsdóttir – Kvikmyndin "Hugsa minna - Skynja meira"

 

Sigurjón Jóhannsson – Útgáfa eða sýningarhald á ævistarfi

 

Þorgerður Ólafsdóttir – Myndlistarverkefnið „STAÐIR“

 

Þuríður Rúrí Fannberg – Bókverkið "Stóridómur" og ljósmyndaverkið "Tileinkun III"

 

 

 

 

Styrkþegar ferða- og menntunarstyrkja 2014

Eftirtaldir aðilar hlutu ferða- og menntunarstyrk að upphæð 150.000 hver, alls bárust
40 umsóknir um þennan styrk í ár:


Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir – Þáttaka í sýningunni "The Absence of Self" í Pittsburch

 

Dodda Maggý – Gjörningakvöld í "Salon" í Kaupmannahöfn

 

Eirún Sigurðardóttir – Samsýningin "on Site Iceland" í Vinarborg

 

Erla Silfá Þorgrímsdóttir – Samsýning í SALON í Kaupmannahöfn

 

Eva Ísleifsdóttir – Vinnustofudvöl í St. Johns í Nýfundnalandi

 

Guðrún Einarsdóttir – Samsýning í Scandinavian Foundation Gallery í New York.

 

Ingibjörg Guðmundsdóttir – Gestavinnustofa SÍM í Berlín

 

Jóní Jónsdóttir – Samsýningin "on Site Iceland" í Vinarborg

 

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir – Vinnustofudvöl í St. Johns í Nýfundnalandi

 

Kristján Eggertsson – Þáttaka í viðburðum í borgunum George Town, Kuala Lumpur og Singapore

 

Kristján Örn Kjartansson – Þáttaka í viðburðum í borgunum George Town, Kuala Lumpur og Singapore

 

Leifur Ýmir Eyjólfsson –  Samsýningin "on Site Iceland" í Vinarborg

 

Rakel McMahon – Vinnustofudvöl í St. Johns í Nýfundnalandi

 

Sigrún Inga Hrólfsdóttir – Samsýningin "on Site Iceland" í Vinarborg

 

Sigurður Guðjónsson – Samsýningin "on Site Iceland" í Vinarborg 


Úthlutunarnefnd á vegum Myndstefs fer yfir allar umsóknir og ákveður styrkveitingar.

 

 

 

 

Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2014

 30.06.2014

 

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2014. Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar.

 

Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna hér og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 18. ágúst 2014. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.

 

Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.

 

Allar nánari upplýsingar gefur Ólöf Pálsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is

 

 

Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta  á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.

 

Stjórn Myndstefs

 

 

Myndstef heiðrar frumkvöðulinn
að stofnun samtakanna

07.05.2014

 

 

Stjórn Myndstefs heiðraði nýlega á aðalfundi sínum Knút Bruun lögmann, frumkvöðul að stofnun samtakanna og einn af brautryðjendunum í höfundarréttarmálum hér á landi. Við þetta tækifæri var Knútur sæmdur heiðursfélaganafnbót fyrir áralöng störf sín í þágu íslenskra listamanna sem aðild eiga að sjóðnum, en að honum standa félög myndlistarmanna, ljósmyndara, teiknara, leikmynda- og búningahöfunda, arkitekta, hönnuða og ýmissa annarra stofnana og einstaklinga sem fara með höfundarétt myndverka.

 

Myndstef var stofnað árið 1991 og ári síðar hlaut sjóðurinn lögformlega viðurkenningu menntamálaráðuneytisins til þess að annast hagsmunagæslu fyrir myndhöfunda hér á landi erlendis. Hlutverk sjóðsins er að vernda höfundarrétt félagsmanna vegna opinberrar birtingar á verkum þeirra eða annarrar hliðstæðrar notkunar, stuðla að almennri höfundaréttargæslu, auðvelda almenningi aðgang að verkum höfunda og síðast en ekki síst að semja um sanngjarna þóknun fyrir afnot að verkum þeirra f.h. höfundarins.

 

Knútur Bruun átti hugmyndina að stofnun samtakanna, hann annaðist stofnun þeirra árið 1991 og rak þau og mótaði í nærri 20 ár. Knútur var fyrsti formaður stjórnar Myndstefs fyrir hönd Félags íslenskra myndlistarmanna, en segja má að hvatinn af stofnun samtakanna hafi verið sú nauðsyn að bregðast við áralangri misnotkun á höfundarrétti sem viðgekkst. Frá því að Myndstef var stofnað hefur orðið mikil bragarbót á höfundarréttarmálum á Íslandi og er það ekki síst að þakka þrotlausri hagsmunagæslu Knúts Bruun f.h. félagsmanna.

 

Aðild að Myndstefi eiga um 1700 félög og einstaklingar. Hjá Myndstefi eru tveir starfsmenn, en þess má geta að sjóðurinn hefur aldrei verið rekinn í hagnðarskyni.

 

Stjórn Myndstefs skipa nú Ragnar Th. Sigurðsson, formaður, Áslaug Thorlacius, f.h. Sambands íslenskra myndlistarmanna, Bára Kristinsdóttir f.h. Ljósmyndarafélags Íslands, Högni Valur Högnason f.h. Félags íslenskra teiknara, Kalman le Sage de Fontenay f.h. Félags grafískra teiknara, Stefán Örn Stefánsson f.h. Arkitektafélags Íslands, Þórunn María Jónsdóttir f.h. Félags leikmynda- og búningahöfunda, og Halla Helgadóttir f.h. Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

 

 

Yfirlýsing

07.05.2014

 

Yfirlýsing frá Myndstefi vegna eftirgerðar Fischer einvígistaflborðs sem var til sýningar í Fischer Setrinu á Selfossi, en höfundur frumverksins er Gunnar Magnússon.

 

Tilurð málsins:

 

Í ágúst 2013 barst Myndstefi ábending um meinta ólögmæta eintakagerð og opinbera notkun á Fischer taflborði Gunnars Magnússonar. Í samræmi við vinnureglur Myndstefs var leitað gagna og upplýsinga um notkunina og þá mögulegt brot á höfundarétti myndhöfundar.

 

Við öflun upplýsinga kom í ljós að meint eintakagerð hefði verið í höndum Gunnars Finnlaugssonar, og að eftirlíkingin væri nú til sýnis í Fischersetrinu á Selfossi, á ábyrgð Magnúsar Matthíassonar. Við gagnaöflun kom einnig fram að kynningartexti fylgdi með eftirlíkingunni, þar sem skýrt var tiltekið að um væri að ræða eftirlíkingu á Fischer einvígstaflborðinu og að „hönnuður borðanna og fylgiborðanna var Gunnar Magnússon húsgagnaarkitekt“.

 

Þótti Myndstefi ástæða til að ætla að ekki hafði fengist leyfi frá höfundi til hvorki eftirgerðarinnar né annarrar opinberrar notkunar verksins, en samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972 á höfundur eignarétt að verki sínu og hefur þar með einkarétt til að heimila eða banna eintakagerð eða birtingu verka sinna. Öll notkun verka höfundar – eintakagerð, eftirgerð, gerð eftirlíkinga, birting, sýning, miðlun eða önnur notkun - þarf leyfis höfundar, rétthafa hans, eða höfundaréttarsamtaka sem fara með höfundaréttargæslu höfunda á viðkomandi sviði.

 

Myndstef eru slík höfundaréttarsamtök, en Myndstef fer með höfundaréttargæslu myndhöfunda og telst hönnun og taflborð Gunnars Magnússonar lsitaverk sem verndað er með lögum og fellur þar með undir réttindagæslu samtakanna. Myndstef eru lögformlega viðurkennd samtök og er tilgangur þeirra að fara með höfundarétt vegna opinberra endurbirtinga og sýninga á verkum myndhöfunda og stuðla að almennri höfundaréttargæslu á þessu sviði. Myndstef innheimtir þóknun fyrir notkun á höfundarétti félagsmanna sinna og kemur henni til skila til þeirra. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni.

 

Málavextir og lagarök:

 

Vegna þessa var ábyrgðaraðilum sent bréf þann 29. ágúst 2013, þar sem viðeigandi reglur og lög voru kynnt og tiltekið að ef ekki hefði fengist leyfi fyrir eftirgerðinni eða birtingunni (sýningunni) væri um brot á höfundarétti Gunnars Magnússonar að ræða, og þar með brot á höfundalögum  nr. 73/1972. Í bréfinu kom fram að Myndstef myndi innheimta þóknun og álag vegna ólögmætra nota, og auk þess gera þá kröfu að borðið yrði fjarlægt tafarlaust úr opinberri sýningu og/eða því fargað.

 

Ábyrgðaraðilum var gefinn kostur og frestur til verða við kröfum Myndstefs eða setja sig í samband við Myndstef og semja um frekari leiðir, skilmála og greiðslufyrirkomulag.

 

Ekki barst svar frá ábyrgðaraðilum fyrr en 18. september 2013, þar sem bréf og krafa Myndstefs var ranglega nefnt ,,kæra“ og og einnig var höfundaréttur Gunnars Magnússonar dreginn í efa, auk annarra atriða. Því bréfi var svarað og sendur reikningur vegna ólögmætra nota á verki höfundar þann 23. september 2013, upp á 120.000 kr.

 

Myndstef bauð upp á sættir og að afturkalla reikninginn ef vilji væri til að semja og ef höfundur féllist á slíkt, eða leita annarra og frekari til sátta. Myndstef tók fram að ef yfirlýsing kæmi frá ábyrgðaraðilum að borðið væri ekki lengur til sýnis opinberlega, myndu samtökin ekki fara fram á förgun borðsins, gegn því að málið myndi leysast farsællega og fljótt. Að auki var ábyrgðaraðilum enn og aftur gefinn kostur á að sýna Myndstefi fram ef upplýsingar þær er Myndstef hefði undir höndum og forsendur krafna væru ekki réttar.

 

Í kjölfarið hófust mikil tölvupóstsamskipti og fyrirspurnir sem var öllum svarað með von og trú um að mál þetta myndi leysast farsællega og þannig að sem minnst tjón yrði fyrir alla aðila máls. Málið tafðist hins vegar fram á vetur 2013 og var ítrekun send á ábyrgðaraðila þann 26. nóvember 2013, þar sem fyrri reikningur var ítrekaður og einnig sérstaklega sú krafa að broti yrði hætt og taflboðið fjarlægt úr sýningu Fischersetursins. Ef ekki yrði við kröfum Myndstefs og látið af brotum á rétti myndhöfundar, yrði að leita aðstoðar sýslumanns til innsetningar og fjarlægja borðið af sýningunni og láta farga því.

 

Málið tafðist enn frekar og fátt var um svör, og að lokum var send lokaítrekun þann 23. janúar 2014. Ítrekun þeirri var svarað samdægurs af lögmanni Fischersetursins, sem síðar staðfesti að borðið væri ekki lengur til sýnis í setrinu. Tók Myndstef á móti þeirri staðfestingu og tók hana gilda og ítrekaði að borðið yrði ekki sett í sýningu síðar meir, ,,ella verður nauðsynlegt fyrir okkur og rétthafa að fá borðið fjarlægt með innsetningu hjá sýslumanni. Við vonum svo sannarlega að ekki þurfti til þess að koma“.

 

Í kjölfarið hófust tölvupóstsamskipti við lögmann Fischersetursins, er beindi kröfum Myndstefs sífellt aftur til Gunnars Finnlaugssonar. 28. febrúar 2014 ítrekaði Myndstef að kröfum væri beint ,,in solidum“ (sameiginlega) til forstöðumanns Fischersetursins og framleiðanda eftirlíkingarinnar, enda varðaði brotið bæði einkarétt höfundar til eintakagerðar, auk sýningar á þeirri eftirlíkingu. Nokkrir fleiri tölvupóstar bárust frá lögmanni Fischersetursins þar sem kom fram að kröfum ætti að beina til Gunnars Finnlaugssonar, en ekki til setursins. Þeim samskiptum var öllum svarað á svipaðan máta og fyrri tölvupóstar: að krafan væri in solidum.

 

Þann 1. mars 2014 kom loks tölvupóstur frá Gunnari Finnlaugssyni um að hann væri tilbúinn til að borga 100.000 kr, en hafni þó ábyrgð.  Tveimur dögum síðar var tilboðið dregið til baka með eftirfarandi setningu: ,,Vinir mínir á Selfossi eru búnir að fá meir en nóg af hroki þínum og leita annar leiða. Gunnar“

 

Myndstef hélt áfram samskiptum við lögmann Fischersetursins, og komist var að samkomulagi um að ef upphafleg krafa yrði greidd, auk áfallins innheimtukostnaðar, væri mál þetta úr sögunni og borðið gæti farið aftur til eiganda, gegn því að borðið væri ekki, og yrði ekki, gert opinber síðar meir.

 

Þessu tilboði var tekið og skuld greidd, þann 23. mars 2014 og var málinu þar með lokið.

 

Niðurlag:

 

Að mati stjórnar Myndstefs er máli þessu lokið, og hefur Myndstef engu við það að bæta, enda hafa samtökin beitt sér í hvívetna við að reyna að sætta málið og leysa á farsællegan hátt og jafnvel gengið skemur en lög mæla fyrir um, með von um skjótar sættir, og að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að brot haldi ekki áfram og að borðið verði ekki til sýnis í safninu.

 

Að auki munu samtökin ekki svara að öðru leiti þeim rangyrðum er Gunnar Finnlaugsson telur sig greinilega tilneyddan til að fara með í fjölmiðla, auk þeirra fjölmargra tölvupósta, fullyrðinga, rangtúlkana og persónulegra árása sem Gunnar Finnlaugsson hefur látið fara um samtökin og starfmenn þeirra.

 

 

Virðingarfyllst,

Stjórn Myndstefs

 

 

 

 

Mál Kjartans Péturs Sigurðssonar í hæstarétti

20.06.2013

 

Þann 3. október snéri hæstiréttur við dómi héraðsdóms í máli Kjartans Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, Plúsarkitektum og Sagafilm. Íslenska ríkið, Plúsarkitektar og Sagafilm er gert að greiða Kjartani Pétri Sigurðssyni samtals rúmlega milljón, auk vaxta og málskostnaðar, vegna ólögmætrar notkunar á ljósmynd sem Kjartan var höfundur að. Sjá dóm hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2013

20.06.2013

 

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna. 

 

Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar.

 

Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 16. ágúst 2013. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.

 

Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.

 

Allar nánari upplýsingar gefur Ólöf Pálsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is

 

 

Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta  á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.

 

 

 

 

Tímamótasamningur milli Myndstefs og Listasafns Reykjavíkur

29.05.2013

 

 

Ragnar Th. Sigurðsson, stjórnarformaður Myndstefs og Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, undirrituðu föstudaginn 24. maí tímamótasamning milli Myndstefs og Listasafns Reykjavíkur.

 

Samningurinn fjallar um opinbera birtingu myndverka eftir íslenska og erlenda listamenn sem hafa falið Myndstefi umsýslu með höfundarrétt sinn. Um er að ræða birtingu á myndverkum í tengslum við starfsemi safnsins, skilyrði er varða þá birtingu samkvæmt íslenskum höfundalögum og tryggingu fyrir því að listamenn fái sanngjarna þóknun fyrir þau not.

 

Í samningnum er fjallað sérstaklega um birtingu myndverka á netinu og þar með miðlun safneignarinnar til almennings.

 

Um er að ræða tímamótagjörning fyrir myndlistarmenn og aðra myndhöfunda. Með samningnum er mörkuð ákveðin stefna og þau lög og þær reglur sem gilda um höfundarrétt á netinu undirstrikuð. Safninu verður nú heimilt að birta þar myndverk gegn geiðslu árlegrar lágmarksþóknunar.

 

Um þessar mundir fagnar Listasafn Reykjavíkur 40 ára afmæli Kjarvalsstaða. Safnið hyggur á opnun heimasíðu þar sem birtar verða þúsundir mynda úr safneigninni og verður heimasíðan opin almenningi. Við hjá Myndstefi fögnum mjög framtaki Listasafns Reykjavíkur sem veitir almenningi víðtækari aðgang að íslenskum menningararfi og hjálpar til við að miðla íslenskri listasögu út fyrir landsteinana. 

 

 

 

 

Málþing um höfundarétt 16.03.2013

14.03.2013

 

Málþing um höfundarétt verður haldið í Listasafni Íslands, laugardaginn 16. mars frá kl. 11 - 13. Málþingið er öllum opið og mun Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðilegur ráðgjafi Myndstefs, halda stutta tölu um íslensk höfundalög.

 

 

MÁLÞING - LISTASAFN ÍSLANDS - HÖFUNDARÉTTUR, TAKMÖRKUN OG MÖGULEIKAR

 

Laugardaginn 16. mars kl. 11 - 13. Fjallað verður um málið útfrá mismunandi sjónarhornum þar sem varpað verður ljósi á núvernadi stöðu þessara mála með hliðsjón af tilgangi laganna og framkvæmd; stöðu myndlistarmanna, almennings, stofnana og fræðasamfélagsins.

 

DAGSKRÁ

 

11:00 - 11:20

 

Höfundaréttarlög

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðilegur ráðgjafi Myndstefs

 

 

11:20 - 12:00

 

Flæði myndefnis á tímum starfrænna miðla

Dr. Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur

 

 

12:00 - 12:20

 

Staða Listasafns Íslands með hliðsjón af höfundaréttarlögum

Dr. Halldór Björn Runólfsson safnstjóri

 

 

12:20 - 13:00

 

Umræður

Fundarstjóri: Dagný Heiðdal

 

Málþingið er öllum opið og ókeypis aðgangur

 

 

 

 

 

Metum listina að verðleikum – njótum hennar löglega

29.01.2013

 

 

Síðast liðinn föstudag var hrundið af stað átaki til þess að hvetja Íslendinga til að nota löglegar netsíður sem skila greiðslum til listamanna þegar verk þeirra eru sótt á netið. Að átakinu standa SMÁÍS - Samtök myndrétthafa á Íslandi, SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SKL –Samtök kvikmyndaleikstjóra, STEF - Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, SFH – Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Félag íslenskra bókaútgefenda. Ennfremur styðja eftirtalin samtök rétthafa átak þetta: Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikstjóra á Íslandi, Hagþenkir, Myndstef og Rithöfundasamband Íslands, en einnig leggur fjöldi listamanna átakinu lið.

Megintilgangur þess er að vekja athygli á því að Íslendingar geta nálgast afþreyingu á netinu eftir fjölmörgum löglegum leiðum.

 

Á heimasíðu átaksins www.tonlistogmyndir.is er að finna margvíslegan fróðleik um þá löglegu valkosti sem neytendum standa til boða.

 

Hvatningarskilaboð þessa átaks munu á næstunni birtast landsmönnum í fjölmiðlum og kvikmyndahúsum. Aðstandendur átaksins vænta þess að umræða um þessi mál aukist í kjölfarið og að vitundarvakning verði á meðal almennings um áhrif ólöglegs niðurhals á skapandi greinar.

 

 

 

 

Styrkveitingar Myndstefs 2012

 

Fimmtudaginn 20. september síðastliðinn fór styrkveiting Myndstefs 2012 fram.

Í úthlutunarnefnd Myndstefs sátu; Íris Pétursdóttir (Ljósmyndarafélag Íslands), Hörður Lárusson (Félag íslenskra teiknara), Egill Egilsson (Hönnunarmiðstöð Íslands).

.

  • 20 umsækjendur hlutu verkefnastyrk að upphæð 300.000 kr. hver og
    15 umsækjendur hlutu ferða- og menntunarstyrk að upphæð 150.000 kr. hver.
  • Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru greiðslur til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum en eitt af hlutverkum samtakanna er að koma þeim greiðslum til myndhöfundanna, meðal annars í formi styrkja.
  • Þetta er ellefta árið sem stjórn Myndstefs veitir styrki af þessu tagi og nema þeir rúmlega 56 milljónum á þessu ellefu ára tímabili.

 

 

 

Styrkþegar verkefnastyrkja 2012

 

Eftirtaldir aðilar hlutu verkefnastyrk að upphæð 300.000 hver, alls bárust 69 umsóknir um þennan styrk í ár:

 

Sigurður Guðjónsson - Myndlistarsýning í gallerí Kling&Bang

Charles Thomas Mack (Chuck Mack) – Þátttaka í Artprize event í Grand Rapids, Michigan

Inga Ragnarsdóttir – Sýningaskrá: Minnig um myndlist

Finnur Arnar Arnarson – Rekstur á menningarhúsinu Skúrinn

Jónas Hallgrímsson – Ljósmyndabók, íslenskir fitnesskeppendur.

Signý Kolbeinsdóttir – Barnabókin: Mánasöngvarinn

Kristín Arngrímsdóttir – Myndskreytt barnabók

Guja Dögg Hauksdóttir – Bókverkið: Högna Sigurðardóttir – efni og andi í byggingarlist

Björn Georg Björnsson – Bók um sýningagerð (hönnun og uppsetning sýninga)

Anna Rún Gústafsdóttir – Sýning á verkum grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar

Sara Riel – Sýningarhald í Listasafni Íslands

Anna Hallin – Bókverk – 4 samstarfsverkefni

Þorgerður Ólafsdóttir – Samstarfsverkefnið Cherish the moment

Jeannette Castioni – Framleiðsla myndarinnar Elsku Borga mín

Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir – Einkasýning í Nýlistasafninu

María Kjartansdóttir – Einkasýning í Zurich – BEINGKESKULA space

Katrín Elvarsdóttir – Ljósmyndasýning í Listasafni ASÍ - Dimmumót

Olga Soffía Bergmann – Bókverk – 4 samstarfsverkefni

Snæfríð Þorsteins – Verkið Text Pages

Hildigunnur Gunnarsdóttir – Verkið Text Pages

 

 

 

 

Styrkþegar ferða- og menntunarstyrkja 2012

Eftirtaldir aðilar hlutu ferða- og menntunarstyrk að upphæð 150.000 hver, alls bárust
26 umsóknir um þennan styrk í ár:


Sigrún Ólöf Einarsdóttir – Glerlistasýning og ráðstefna á Borgundarhólmi.

Soffía Sæmundsdóttir – Lithotage II í Munchen

Kristín Scheving – Sýning á íslenskum vídeóum í Hong Kong

Margrét Zóphóníasdóttir – Gestavinnustofa SÍM í Berlín

Brynhildur Þorgeirsdóttir – Ráðstefna á Borgundarhólmi

Halla Gunnarsdóttir – Námskeið á Balí, Indónesíu

Kristín Gunnlaugsdóttir – Heimildarmynd um verk Kristínar í Flórens

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar – Rannsókn vegna The Grand Tour – CIVIC VIRTUE

Anna S. Gunnlaugsdóttir – Gestavinnustofa SÍM í Berlín

Magdalena Margrét Kjartansdóttir – Steinþrykksráðstefna í Munchen

Elísabet Stefánsdóttir – European Lithographic days í Munchen

Þórdís Elín Jóelsdóttir –  European Lithographic days í Munchen

Valgerður Björnsdóttir – European Lithographic days í Munche

Halldóra G. Ísleifsdóttir – Ráðstefna um leturfræði í London

Bjargey Ólafsdóttir – Þátttaka í Turku bienalnum

 

 

Reglur um ljósmyndun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

04.05.2012

Hvaða reglur gilda um ljósmyndun á vernduðu listaverki og hvenær þarf að afla samþykkis og/eða greiða þóknun vegna slíkrar ljósmyndunar?

 

Hér fyrir neðan má finna verkreglur til leiðbeiningar um þetta efni. 

 

Verkreglur ljósmyndara

 

Hafðu ávallt í huga

 

 

Staðlaðir samningar fyrir hönnun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

04.05.2012

Það getur verið flókið og vandasamt ferli að semja um viðskipti með hönnun. Hér að neðan eru birt drög að stöðluðum hönnunarsamningum sem gilda almennt um eftirfarandi tilvik, til leiðbeiningar fyrir samningsaðila. Það þykir þarft að ítreka að eftirtaldir samningar eru einungis hugsaðir sem leiðbeinandi og það er að sjálfsögðu alltaf á ábyrgð samningsaðila að semja um kjör og alltaf ráðlegt að leita aðstoðar lögfræðings þegar gerðir eru samningar. 

 

Þetta eru þrír samningar:

 

Verksamningur- samningur fyrir sjálfstætt starfandi hönnuð sem tekur að sér verkefni fyrir fyrirtæki.

 

Samningur um notkun- samningur fyrir hönnuð sem selur fyrirtæki hönnun sína til framleiðslu og markaðssetningar.

                                       

Starfssamningur-samningur fyrir hönnuð sem ráðnir eru til starfa hjá fyrirtækjum.

 

 

Nýir starfsmenn ráðnir til Myndstefs

 

25.04.2012

Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja nýrra starfsmanna hjá Myndstefi. Ólöf Pálsdóttir hefur verið ráðin sem nýr skrifstofustjóri og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem lögfræðiráðgjafi. Þá hefur Herdís Lilja Jónsdóttir látið af störfum sem skrifstofustjóri samtakanna. Myndstef flytur Herdísi Lilju bestu þakkir fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Samtökin bjóða nýja starfsmenn jafnframt innilega velkomna.

 

Ólöf Pálsdóttir lauk námi í arkitektúr við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn árið 2004. Hún rak teiknistofuna P-Ark í fimm ár ásamt meðeiganda sínum. Árið 2011 útskrifaðist hún úr MPF-meistaranámi í verkefnastjórnun og ferlaúrbótum við Roskilde Universitets Center (RUC). Í þessu námi voru kenndar allar helstu verkefnastjórnunaraðferðir ásamt aðferðum við ferlaúrbætur. Náminu var skipt í fjóra hluta þar sem kennd var klassísk verkefnastjórnun, stjórnun ferla og skipulagning á verkefnum, ferlaúrbætur og að lokum stjórnun og samskipti. Síðasti áfangi námsins var mastersritgerð og fjallaði hennar ritgerð um þverfaglegt samstarf innan fyrirtækja og ferlaúrbætur í samskiptum starfsmanna. Ólöf hefur einnig  hannað föt meðfram störfum sínum í gegnum tíðina og var á árunum 2009 og 2010 með fatamerkið Mosa ásamt öðrum hönnuði.

 

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir útskrifaðist með diplóma úr Frumkvöðlanámi Viðskiptasmiðju Háskóla Reykjavíkur. Harpa útskrifaðist einnig með meistaragráðu úr lagadeild Háskóla Íslands í febrúar 2008, með áherslu á hugverkarétt. Lokaverkefni hennar bar heitið: „Höfundaréttur á tónverkum samkvæmt íslenskum rétti, með sérstöku tilliti til dómaframkvæmdar“. Harpa sat fundi hjá hugverkahópi EFTA (IPR group) í Brussel á árinu 2008, kenndi leiklist og tónlist í sjálfboðaliðastarfi í barnaskóla í Úganda í tvær annir og var í þróunarstarfi sem framkvæmda- og verkefnastjóri landbúnaðarverkefnis í sveitunum í Soroti árið 2009. Hún hefur tekið að sér lögfræðiráðgjöf og samningsgerð innan myndlistar, tónlistar, hönnunar og kvikmyndagerðar. Að auki hefur Harpa komið að framleiðslu og verkefnastjórn leikverka, tónverka og kvikmynda. Harpa er eigandi og stofnandi Framkvæmdafélags listamanna, FRAFL, framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Fjallkonan hrópar ehf., lögfræðingur Myndstefs og hljómborðs- og hljóðleikari í hljómsveitinni Grúska Babúska.

 

 

Erindi Hörpu Fannar á málþingi SÍM þann 25. mars 2012

25.03.2012

 

 

Endurbirting, kynning, sýning og önnur opinber notkun listaverka samkvæmt íslenskum höfundalögum

Samkvæmt höfundalögum hefur höfundur einn rétt til að heimila hvers konar notkun verka sinna burtséð frá því hvort hann hefur selt myndverkið. Mögulegur notandi verka verður því aðfá leyfi höfundar/Myndstefs til afnotanna og inna af hendi sanngjarna þóknun.

 

 

 

1.  Einkaréttur höfunda

 

Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök á verki sínu og birta það. Er sá einkaréttur talinn til fjárhagslega réttinda höfundar. Þannig getur höfundur framselt þessum rétti þannig að leita þarf samþykki höfundar og eftir atvikum greiða fyrir notkun ef gera á eintök af verkum hans eða birta þau. Þannig er endurbirting, kynning og önnur notkun háð þeim skilyrðum að greidd sé lágmarksþóknun fyrir notkunina.

 

2.  Sæmdarréttur

 

Höfundur verks nýtur einnig ófjárhagslegs réttar, sæmdaréttar. Sæmdarréttur er bæði svokallaður nafnbirtingarréttur höfundar í tengslum við hugverk sitt og sá réttur að verk höfundar sé ekki breytt, afbakað eða afskræmt með neinum hætti. Réttur þessu er óframseljanlegur þannig að ávallt skal virða sæmdarétt höfundar og nafngreina höfund þar sem við kemur. Því getur verið nauðsynlegt að leita upplýsinga um höfund hjá höfundaréttarsamtökum, umboðsaðilum eða útgefendum til að hafa upp á höfundi. Ef höfundur er óþekktur skal samt hafa samband við höfundaréttarsamtök því höfundur getur gefið sig fram síðar.

 

3.  Undantekningar á höfundarétti

 

Í II. kafla höfundalaga eru talin upp nokkur tilvik sem heimila notkun listaverka, þar með talið myndverka, án þess að til þurfi samþykki höfundar eða að greiðsla komi fyrir þá notkun.

 

Rétt er að geta þess að í kaflanum er um að ræða undanþágur frá einkarétti höfundar sem ber að skýra þröngt.

 

í 1.mgr. 25. gr. laganna er sérstaklega skilgreint með hvaða hætti listasöfn mega nota myndverk án samþykkis höfundar og án greiðslu þóknunar.

 

Þar segir: “Nú hefur eintak af myndlistarverki verið afhent til eignar og er eiganda þá heimilt, nema annað sé áskilið, að láta eintakið af hendi og sýna það almenningi. Opinber kynning þess á listsýningum og með öðrum hliðstæðum hætti er þó óheimil án samþykkis höfundar, nema á opinberum listasöfnum sé sem almenningur hefur aðgang að. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda einnig um eintök sem gerð hafa verið eftir listaverki og gefin út.”

 

Samkvæmt þessu lagaákvæði eru talin upp þau tilvik þar sem listasöfn geta notað myndverk án leyfis en í öllum öðrum tilvikum þarf safn, eins og aðrir, að fá leyfi og semja um greiðslur við höfund eða þau samtök myndlistarmanna sem “annast hagsmunagæslu fyrir verulegan hluta íslenskra myndhöfunda og [hafa]hlotið til þess lögformlega viðurkenningu menntamálaráðuneytisins, sbr. sama ákvæði sömu laga.”Þetta á einnig við um notkun myndverka á interneti.

 

Í ákvæðinu segir enn fremur að þessum samtökum sé “heimilt að setja gjaldskrár um sýningar verka á listsýningum eða með hliðstæðum hætti, sbr. 1. mgr. Þá skal samtökunum heimilt að setja gjaldskrár vegna annarrar birtingar myndverka. Slíkar gjaldskrár skulu háðar staðfestingu menntamálaráðuneytisins.”

 

Myndstef hefur hlotið lögformlega viðurkenningu ráðuneytisins til að gegna hlutverki því sem lögin kveða á um og einnig hefur slík gjaldskrá verið sett og verið staðfest af ráðuneytinu, sbr gjaldskrá Myndstefs um notkun og birtingu safna á myndverkum undir liðnum Internet – Söfn og Skjalasöfn, sjá: http://myndstef.is/islenska/gjaldskra/internet/.

 

Í frumvarpi því er varð að höfundalögum og athugasemdum við 25. gr. segir jafnframt:  

“…Á síðustu árum hefur mjög færst í vöxt hvers konar kynning listaverka án þess beinlínis sé hægt að flokka slíka kynningu undir listsýningar og má sem dæmi nefna að sýna myndverk í húsakynnum stofnana. Með greindri lagabreytingu er tryggt að höfundar geti í flestum tilvikum, þegar verk þeirra eru kynnt opinberlega, áskilið sér rétt til þóknunar (udstillingsvederlag), en viðurkenning þess réttar hefur verið eitt helsta baráttumál myndhöfunda og samtaka þeirra í nágrannalöndum okkar á undanförnum árum.”

 

Í flestum tilvikum hefur Myndstef staðið framarlega í þessari baráttu og oftar en ekki þurft að berjast með kjafti og klóm til að verja ákveðin réttindi eða stuðla að framþróun og eftirfylgna laga og reglna um höfundarétt. Þannig annast Myndstef almenna réttargæslu fyrir myndlistarmenn og aðra myndhöfunda, en tilgangur samtakanna er einmitt að fara með höfundarétt félagsmanna vegna opinberra endurbirtinga og sýninga á verkum þeirra og stuðla að almennri höfundaréttargæslu á þessu sviði, eins og segir í samþykktum Myndstefs.

 

Athuga skal í þessu samhengi að stofnendur Myndstefs eru einmitt Samband íslenskra myndlistarmanna, Félag íslenskra teiknara, Félag grafískra teiknara og Ljósmyndarafélag Íslands og eru allir sem eru aðilar þessara félaga sjálfkrafa félagsmenn í Myndstefi en auk þeirra hafa bæst Arkitektafélag Íslands, Félag leikmynda- og búningahönnuða og Hönnunarmiðstöð Íslands. Þeir listamenn sem standa utan félaganna gerast félagar í gegnum einstaklingsaðild. 

 

Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og innheimtir Myndstef þóknun fyrir notkun á höfundarétti félagsmanna sinna og kemur henni til skila en um um 1700 myndhöfundar eru aðilar að samtökunum.

 

 

 

 

4. Hvers vegna að greiða þóknun vegna notkunar myndverka? Sjónarmið höfundaréttar.

 

Þó svo að Myndstef fari með almenna réttindagæslu vegna opinberra endurbirtinga og sýninga á verkum myndlistarmanna, geta þó myndlistarmenn persónulega og sjálfstætt ráðstafað höfundarétti á verkum sínum án atbeina samtaka myndhöfunda eða annarra.

 

Ber þó hver og einn að gæta varfærnis í þeim efnum og að minnsta kosti hafa eftirfarandi í huga:

 

 

Í fyrsta lagi skal líta til reglna um friðhelgi eignaréttar.

 

Eignarétturinn er lýstur friðhelgur í stjórnarskrá Íslands og þar með talinn einn mikilvægur hluti mannréttinda okkar allra.  Ekki má nota eign annars manns nema með leyfi eigandans og í mörgum tilvikum þykir eðlilegt að greiða sanngjarna þóknun fyrir afnotin eða bætur ef eigandi er sviptur eign eða henni framselt. Eign eða leiga á landsvæði eða hlutum tryggir mörgum einstaklingum öryggi og afkomuvernd.

 

Athuga skal að þetta gildir jafnt um hlutlæg sem huglæg eignaréttindi. Þannig eru þau eignaréttindi sem listamenn njóta á grundvelli verka sinna, höfundaréttur - einkaréttur höfundar til ráðstöfunar og afnota - mikilvæg eignaréttindi höfunda sem tryggir þeim afkomu og öryggi til að starfa óhindrað að list sinni og geta lifað af henni og skilað til baka í samfélagið mikilvægum menningararfi og tryggja að sá arfurgeti margfaldast.

 

 

Í öðru lagi skal líta til reglna um höfundarétt.

 

Þeir er hyggjast nota myndverk – til dæmis að birta þau og miðla á netsvæðum vegna starfsemi sinnar -  fara með opinbera kynningu, sýningu og þar með notkun á verkum myndlistarmanna, og er meginreglan sú að  hafa þarf til þess heimild til og eftir atvikum greiða þóknun fyrir.

 

Lögin hafa þó að geyma sjónarmið um almannahagsmuni, og þegar um era ð ræða opinbera tímabundna og tilfallandi listsýningu innan veggja safnsins sem almenningur á aðgang að, er slík notkun gjaldfrjáls, samkvæmt 25. gr. laganna.

 

Að sama skapi er birting í safnmunaskrá, gjaldfrjáls og lögformlega heimil,

 

Þegar almannahagsmunum sem þessum verður ekki við komið endurspeglast svo vel í ákvæðinu að önnur opinber kynning á listasýningum eða með öðrum hætti er óheimil nema með samþykki og “getur höfundur því lagt bann við slíkri sýningu verka sinna eða áskilið sér hæfilega þóknun fyrir kynninguna”.

 

Sum ákvæði í II. kafla höfundalaga hafa að geyma undanþágur vegna ákveðinnar starfsemi eða notkunar. Eins og fyrr segir, ber að skýra þær undanþágur þröngt, enda um að ræða undanþágur frá meginreglum höfundaréttar. Í 25. gr. er þó ekkert kveðið á um slíkt og samkvæmt akvæðinu  skiptir því ekki máli hvert markmið starfseminnar er eða tilgangur hennar.

 

 

Í þriðja lagi skal líta til laga um listasafn Íslands nr. 58/1988.

 

Í 13. gr. laga um listasafn Íslands hefur safnið “rétt til opinberra sýninga á lsitaverkum á vegum safnsins… Til annarrar eftirgerðar og útgáfu þarf samþykki höfundar.“ Heimildir þær er safninu eru veittar til notkunar verka án leyfis né greiðslu þóknunar eru fyllilega í samræmi við reglur höfundaréttar. Rétt þykir að hafa lög um listasafn Íslands og starfsemi þess að leiðarljósi sem fyrirmynd fyrir starsfemi annarra safna í landinu.

 

 

Í fjórða lagi skal líta til jafnræðissjónarmiða.

 

Þannig ættu myndlistarmenn og aðrir rétthafar höfundaréttar að reyna eftir fremsta megni að gæta jafnræðis og samstöðu sín á milli og með gjörðum sínum standa vörð um þau réttindi sem myndlistarmenn hafa barist fyrir í áratugi – en alls ekki hverfa aftur til þeirra tíma þegar réttindi þeirra voru notuð án heimildar og án þóknunar. Þannig er mikilvægt að jafnt gangi yfir alla og að einstakir höfundar semji ekki um ráðstöfun á rétti sínum þannig að leitt geti til ójafnræðis og ósamstöðu við notkun myndverka annarra myndlistarmanna í nútíð eða framtíð.

 

 

Í fimmta lagi skal líta til sjónarmiða um mikilvægi almennrar réttargæslu.

 

Myndstef sér um réttindagæslu fyrir félagsmenn, en tilgangur samtakanna er einmitt að fara með höfundarétt félagsmanna vegna opinberra endurbirtinga og sýninga á verkum þeirra og stuðla að almennri höfundaréttargæslu á þessu sviði. Samtökin eru stofnuð með það að markmiði að verða til verulegra hagsbóta fyrir myndlistarmenn. Sameinuð stöndum vér, en sundruð föllum vér. Þess vegna er afar mikilvægt að einstakir listamenn séu ekki að kljúfa samhuginn og baráttuna, en ein eftirgjöf getur leitt til annarrar í þessum efnum.

 

 

Að lokum ber að hafa í huga reglur um upplýst samþykki og afturköllun.

 

Í því samhengi er nauðsynlegt að höfundur hafi gefið upplýst samþykki til ráðstöfunar myndverka sinna. Upplýst samþykki er samþykki sem veitt er skriflega og af fúsum og frjálsum vilja. Að veita óháð og upplýst samþykki felur í sér að sá sem það veitir hafi ekki fengið óeðlilega hvatningu og jafnframt hafi honum verið gerð grein fyrir því að hann er að afsala sér greiðslu þóknunar sem hann a fullan rétt á skv. reglum höfundaréttar. Rétt er að geta þess í þessu samhengi að handhafi samþykkis getur hvenær sem er dregið til baka samþykki sitt án þess að því fylgi nokkur eftirmál. Skal það gert skriflega.

 

 

Með kveðju,

Harpa Fönn

lögfræðingur Myndstefs

 

 

 

 

Gestavinnustofur SÍM

29.11.11

 

Félagsmönnum Myndstefs er nú boðið að sækja um Gestavinnustofur SÍM í Berlín

 

Nánari upplýsingar um þetta má finna hér:

 

Gestavinnustofur SÍM

 

 

 

Viðurkenning Myndstefs

17.11.11

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stjórn Myndstefs veitti í dag Gallerí Gásum og Nútímalist viðurkenningarmerki samtakanna, en það merki hljóta þau fyrirtæki sem stunda fagleg viðskipti og sýna heiðarleika gagnvart listamönnum og kaupendum listaverka.

Auk Gása og Nútímalistar ber Stúdíó Stafn viðurkenningarmerki Myndstefs.

 

 

 

 

Myndstef veitir styrki

 

26.09.11

Myndstefi bárust 60 umsóknir um verkefnastyrk í ár, og 31 umsókn um ferða- og menntunarstyrk. Úthlutunarnefnd skipuð Örnu Gná Gunnarsdóttur (SÍM), Borghildi Sölvey Sturludóttur (AÍ) og Stefaníu Adolfsdóttur (Félagi leikmynda- og búningahöfunda) fór yfir allar umsóknir og ákvað eftirfarandi styrkveitingar:

 

Styrkþegar verkefnastyrkja 2011

 

Berglind Jóna Hlynsdóttir - Myndlistarsýning í Litháen

Daði Guðbjörnsson - Bók um eigin verk

Einar Garibaldi Eiríksson - Sýningarhald: Rými málverksins

Elísabet Brynhildardóttir - Sýningarhald: Útgáfa Endemi, Gerðusafni

Eva Ísleifsdóttir - Vinnustofudvöl í Cork

Guðjón Ketilsson - Samsýning ásamt Hildi Bjarnadóttur í Hafnarborg

Guðmundur Thoroddsen - Samsýning í Dodge Gallerí, New York: This is Then

Halldór Ásgeirsson – Sýningarhald vegna opnun Höggmyndagarðs á vegum Myndhöggvarafélagsins

Hildur Bjarnadóttir - Samsýning ásamt Guðjóni Ketilssyni í Hafnarborg

Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir - Kynning á byggingarlist: verk Högnu Sigurðardóttur

Hrefna Björg Þorsteinsdóttir - Kynning á byggingarlist: verk Högnu Sigurðardóttur

Kristín Sigfríður Garðarsdóttir - Vinnustofudvöl og sýningarhald í Gallery Tao, Tokyo

Magnús Sigurðarsson - Einkasýning í Dorsch Gallery, Miami USA

Markús Þór Andrésson – Sýningarhald: UM STUND. Nýló 2013

Ólafur Sveinn Gíslason - Myndlistarsýning í Reykjavík 2012

Ragnheiður Gestsdóttir - Útgáfa heimildarmynda: As we existed og Steypa

Ragnhildur Jóhannsdóttir - Lokafrágangur myndljóðabókar

Sigga Björg Sigurðardóttir - Sýningarhald: Emotional Blackmail í Alberta, Kanada

Þórdís Jóhannesdóttir - Samsýning: ISLAND: 22 Artists on Iceland í Detroit, USA.

Þórdís Rós Harðardóttir – Bókagerð: vistvæn byggð á Íslandi: Dagsbirta/vistvæn lýsing

 

 

Styrkþegar ferða- og menntunarstyrkja 2011


Birta Guðjónsdóttir - Sýningarstjóri. St. Pétursborg, Rússland

Bjargey Ólafsdóttir - Sýningarhald: Wir Kinder von UENO ZOO. Tokyo Japan

Eirún Sigurðardóttir - Gjörningur í Milano. Einkasýning í Genova

Guðrún Kristjánsdóttir - Þáttaka í listhátíðinni NOTCH11. Beijing, Kína.

Guja Dögg Hauksdóttir – Rannsóknarvinna á byggingum Högnu Sigurðardóttur. Frakkl

Halla Einarsdóttir - Ljósmyndun. Alabama USA

Helena Hansdóttir – Vinnustofudvöl. Kína

Helga Magnúsdóttir - Vinnustofudvöl. Suður Frakkland

Ingvar Högni Ragnarsson - Sýningin Frontiers of another Nature. Franfurt, Þýskalandi

Jóní Jónsdóttir - Gjörningur í Milano. Einkasýning í Genova

Linda D. Ólafsdóttir - Ráðstefna barnabókarithöfunda og myndskreyta. New York USA

Magdalena Margrét Kjartansdóttir - Sýningarhald: GRRRAFIK 2011.  Svíþjóð

Sigrún Inga Hrólfsdóttir - Gjörningur í Milano. Einkasýning í Genova

Sigrún Ólöf  Einarsdóttir - Gler-ofnsteypunámskeið í Stroud, Englandi

Sigurður Guðjónsson - Vinnustofudvöl. Vínarborg 

Ný heimasíða samtakanna fer í loftið

 

02.05.2011

Það er með mikilli ánægju sem við kynnum nýja heimasíðu samtakanna og vonumst við til að hún muni vera upplýsandi fyrir myndhöfunda, erfingja þeirra sem og aðra sem koma að myndverkum og höfundarétti þeirra.

 

 

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is