Endurbirting - söfn

Leita skal heimilda frá Myndstef /myndhöfundi þegar vernduð verk eru notuð t.d. við útgáfu veggspjalda, póstkorta, birtingar á Interneti o.sv.frv. jafnt þó viðkomandi safn eigi frumverkið.

 

Séu liðin 70 ára frá láti höfundar fellur niður höfundaréttur að verkum höfundar og er safninu þá heimil notkun myndverkanna - endurgjaldslaust.

 

Söfnum býðst að gera heildarsamning við Myndstef um notkun verndaðra myndverka í starfsemi safnsins en það getur haft í för með sér verulega afslætti frá gjaldskrá Myndstefs.

 

Í gildi er slíkur heildarsamningur milli Myndstefs og Listasafns Íslands. Samningar af þessu tagi skilgreina enn fremur hvenær ákveðin notkun er endurgjaldslaus og hvenær þarf að greiða, og þá hversu háa, höfundaþóknun.

 

Sé um slíkan heildarsamning að ræða greiðir viðkomandi safn einu sinni á ári ef um er að ræða notkun myndverka á Internetinu.

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is