Endurbirting - í sjónvarpi

Í samræmi við höfundalög geta sjónvarpsstöðvar ekki notað vernduð myndverk í útsendingum sínum eða annari starfsemi nema með leyfi Myndstefs / höfundar. Í hvert sinn sem verk er endurbirt í sjónvarpi ber að hafa samband við Myndstef sbr. allsherjarsamning við Myndstef (sbr. 25.gr. 2.mgr. höfundalaga).

 

Öllum sjónvarpsstöðvum stendur til boða að gera slíkan heildarsamning en í gildi er slíkur samningur milli Myndstefs og Ríkissjónvarpsins.

 

Kostir heildarsamnings við Myndstef

Heildarsamningur, varðandi endurbirtingu myndverka í sjónvarpi, auðveldar viðkomandi sjónvarpsstöð alla notkun á vernduðum myndverkum m.a. þar sem ekki þarf að afla sérstakra heimilda við hverja notkun og greiða fyrir afnotin. Samkvæmt heildarsamning fara greiðslur fram einu sinni á ári..

 

Öll vernduð myndverk íslenskra höfund falla undir slíkan samning, einnig verk þeirra myndhöfunda sem eru ekki félagsmenn í Myndstefi (sbr. 25.gr 2.mgr. höfundalaga).

 

Myndstef getur í einstökum tilfellum eða með heildarsamningum veitt heimild til sýninga á vernduðum myndverkum t.d. í sambandi við þáttagerð um myndlist, ítarlegar umfjallanir um opinberar myndverkasýningar, fræðslu- og skrár um menningu og myndlist svo og um aðra notkun sem fellur undir ákvæði um höfundarétt.

 

Undanþágur ( II. kafli höfundalaga)

Frásagnir af dægurviðburðum t.d. opnun listasýninga, fréttaefni sem varða einstaka atburði eða frásagnir sem tengjast ákveðnum listaverkum eru undanþegnar birtingarleyfum og þóknunum vegna birtingar. (sbr. 15.gr. höfundalaga)

 

Rétt er að benda á að allar undanþágur frá þeirri megin reglu höfundaréttar að afla þurfi leyfis og greiða fyrir birtingu á vernduðum myndverkum, eru skýrðar þröngt.

 

Framleiðendur sjónvarpsefnis

Sjónvarpsstöð sem sýnir vernduð myndverk í útsendingum sínum ber ábyrgð á að tilskilinna leyfa hafi verið aflað og greiðsla farið fram vegna birtingar verkanna.

 

Framleiðendur sjónvarpsefnis þar sem notuð eru vernduð myndverk geta samið beint við Myndstef.

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is