Endurbirting - á prenti

Við nýja útgáfu bókar eða ef verkið er gefið út með öðrum miðli, t.d. á stafrænu formi þarf útgefandi nýjar heimildir frá Myndstefi og semja þarf um greiðslu. Útgefandi getur þó í upphafi samið um útgáfu verks í fleiri miðlum þó verkið komi ekki út í þeim öllum á sama tíma.

 

Áhersla er lögð á að semja ber við Myndstef um nýjar útgáfur og endurútgáfur verka og eins ef verk eru birt með öðrum miðlum.

 

Endurprentun

Útgefandi þarf að tilkynna til Myndstefs ef hann hyggst prenta nýtt upplag bókar og greiða höfundagreiðslur í samræmi við gjaldskrá Myndstefs. Sé t.d. bók prentuð í nýju upplagi þarf að endurnýja upprunalegan útgáfusamning, áður en bókin fer í endurprentun en að jafnaði er þá gefinn 50% afsláttur frá gjaldskrá Myndstefs.

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is