Heildarsamningar

 

Myndstef býður upp á heildarsamninga til hagsbóta bæði fyrir höfunda og notendur. Heildarleyfi eru afar notendavæn og hagstæð í þeim tilvikum þar sem um mikla notkun fjölda verka er að ræða og ómögulegt er fyrir notendur að fá leyfi sérhvers höfundar. Þessir samningar geta nýst við t.d. útgáfu bóka, heimasíðna, sýningarskráa eða annarra verkefna þar sem mikill fjöldi myndverka eru birt.

 

 

Hvað eru heildarsamningar?

 

Heildarsamningar eru sérstök tegund af myndbirtingarleyfi þar sem notandi fær eitt heildarleyfi til að birta verk eftir marga höfunda og þarf því ekki að sækja um leyfi fyrir hvern höfund. Höfundum er þó ávallt heimilt að taka ekki þátt í heildarsamningum og þurfa þeir að tilkynna það til Myndstefs. Í þeim tilvikum þarf að semja sérstaklega við þann höfund. Að auki tryggir Myndstef að ef til eftirmála komi verði réttindi rétthafa tryggð.Á hinum Norðurlöndunum hafa verið gerðir fjölmargir heildarsamningar við ýmsar stofnanir, fyrirtæki og söfn, til dæmis varðandi notkun myndverka á netinu, í kennslu, við sjónvarpsútsendingar, o.s.frv.

 

 

Hvað eru heildarsamningar á grundvelli samningskvaðar?

 

Heildarsamningar á grundvelli samningskvaðar, eða samningskvaðaleyfis, er norræn lausn í höfundarétti sem auðveldar aðgang að notkun verka og er byggt á sömu hugmyndum og kjarasamningar.

Með samningskvöð er átt við að ákveðið er með lögum að þeim notendum er hlotið hafa heildarleyfi skuli vera heimilt að nýta verk höfunda, einnig höfunda utan samtaka.

Ákvæði um samningskvaðir voru fyrst sett í norræn höfundalög í kringum 1960 en þó ekki í íslensk höfundalög fyrr en miklu seinna. Um myndverk og samningskvaðir gildir nú 2. mgr. 25. gr. höfundalaga nr. 73/1972, auk þess sem 15. gr. a. fjallar um ljósritun og skönnun myndverka við ákveðan starfsemi. Að auki liggur nú fyrir frumvarp á Alþingi  um breytingu á höfundalögum - endurskoðun höfundalaga, einkaréttindi höfunda og samningskvaðir – og með þeim lögum verður almenn heimild til heildarleyfis á grundvelli samningskvaða lögfest.

 

 

 

Í hvaða tilvikum gerir Myndstef heildarsamninga?

 

Myndstef getur boðið upp á heildarsamninga til fyrirtækja og stofnana í þeim tilvikum þar sem um mikla notkun fjölda verka er að ræða og ómögulegt er fyrir notendur að fá leyfi sérhvers höfundar.

 

 

Hvað kosta heildarsamningar?

 

Flestir heildarsamningar eru grundvallaðir á gjaldskrá Myndstefs. Söfn, bókaforlög og fleiri stórnotendur geta þá fengið sérstakan afslátt af gjaldskránni.

Myndstef getur einnig veitt afslátt í heildarsamningi í þeim tilvikum þar sem um umfangsmikla notkun er að ræða á mismunandi birtingaformi.

 

 

Eftirtaldir aðilar hafa gert heildarsamninga við Myndstef

 

 

 

 

      

 

      

     

     

   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is