Almennir skilmálar

Endurbirting er ekki leyfileg nema fyrir liggi heimild frá Myndstefi áður en verk er prentað eða birt á öðrum miðli.

 

Óheimil notkun getur haft í för með sér 100% álag á höfundaréttarþóknun.

 

Verk má ekki birta í breyttri mynd, að hluta eða með yfirprentun nema með skýru leyfi höfundar.

 

Gera verður grein fyrir höfundarétti með eftirfarandi hætti:

  • Höfundur látinn: nafn verks, ártal, nafn höfundar©erfingjar/Myndstef ártal útgáfu
  • Höfundur lifandi: nafn verks ártal©nafn höfundar/Myndstef ártal útgáfu

 

Eftir að hafa móttekið útgefið verk sendir Myndstef reikning til útgefanda fyrir höfundaréttargjöldum.

 

Í stöku tilfellum setja höfundar sérstök skilyrði fyrir birtingu myndverka sinna, t.d. að fá að sjá og samþykkja litgreiningar verkanna. Útgefendur og aðir notendur fá upplýsingar um þessi sérstöku skilyrði um leið og þeir fá myndbirtingarheimild hjá Myndstefi.

 

Allar nánari upplýsingar um höfundarétt og endurbirtingu myndverka má nálgast hjá skrifstofu Myndstefs.

Hafnarstræti 16, Pósthólf 1187, 121 Reykjavík - S. 562 7711 - myndstef@myndstef.is